Gagnagrunnur gegn peningaþvætti

Lögmannafélag Íslands hefur tekið í notkun alþjóðlegan gagngrunn frá fyrirtækinu Accuity.  Gagnagrunnurinn gefur lögmönnum tækifæri á að kanna bakgrunn væntanlegra viðskiptamanna sem hluta af mati á hættu á misnotkun þjónustunnar með tilliti til reglna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnunar hryðjuverka.

Gagnagrunnurinn hefur m.a. að geyma umfangsmiklar upplýsingar um einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla (Politically Exposed Person eða PEPs) og fyrirtæki sem tengjast slíkum einstaklingum, sem kallað geta á nánari úttekt eða rannsókn á hlutaðeigandi vegna aukinnar hættu á misnotkun.

Aðgengi að þessum gagnagrunni, sem er til reynslu í eitt ár, er í gegnum tölvu sem staðsett er á bókasafni í húsnæði Lögmannafélagsins að Álftamýri 9. Eru lögmenn hvattir til að nýta sér þessa nýju þjónustu til að auka öryggi við skoðun á bakgrunni þeirra einstaklinga og/eða fyrirtækja sem leita eftir kaupum á þjónustu lögmanna.