Jólasnafsmót í fótbolta 2019 - skráning stendur yfir

Hið svo til árlega Jólasnafsmót LMFÍ í innanhússknattspyrnu verður haldið föstudaginn 20. desember í íþróttahúsi Fram við Safamýri.

Mótið mun byrja kl. 13:00 og verður dagskrá send út þegar mótið tekur á sig mynd.

Dómarar verða frá KSÍ.

Skráningarfrestur er til kl. 13:00 þriðjudaginn 17. desember.

Tilgreina þarf nafn á liði, liðsstjóra, liðsmenn og annað sem máli skiptir og hvert lið vill upplýsa um persónulega hagi hvers og eins. Skilyrði er að meirihluti leikmanna, og 5 í það minnsta, séu félagsmenn í LMFÍ. Aðrir þurfa að hafa lokið lögfræðiprófi.

Athugið að átta lið að hámarki geta tekið þátt í mótinu og því er um að gera að skrá sig sem fyrst.   

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður