Lögmenn og #MeToo, könnun á líðan og samskiptum
Í nóvember 2018 var af hálfu Lögmannafélags Íslands skipaður vinnuhópur til að skoða og greina málefni #metoo út frá snertiflötum við lögmannastéttina.
Hópurinn stóð fyrir könnun sem lögð var fyrir félagsmenn í febrúar 2019 og má lesa könnunina í heild sinni hér fyrir neðan. Svarhlutfall í könnuninni var 17% sem er lágt en þó eru svör metin marktæk enda var dreifing þeirra sem svöruðu góð, þ.e. svarhlutfall kynja var nokkuð jafnt og góð aldursdreifing.
Umfjöllun um könnunina og helstu tíðindi hennar má finna í grein Þyríar Steingrímsdóttur lögmanns í 4. tbl. Lögmannablaðsins 2019. Lesa má könnunina hér