Fréttir 2020

 

Næsta hdl. námskeið

Samkvæmt prófnefnd til öflunar réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómstólum er stefnt að því að næsta réttindanámskeið fari fram dagana 17. febrúar til 20. mars 2020 (fyrri hluti) og dagana 25. mars til 8. apríl 2020 (síðari hluti). Nánari upplýsingar um fyrirkomulag námskeiðsins munu koma fram í auglýsingu sem birt verður hér innan tíðar og jafnframt verður þá opnað fyrir skráningu.