Fréttir 01 2021

 

Rafrænt málþing - Sérsvið skaðabótaréttar 4. febrúar

Í tilefni af útkomu ritsins Bótaréttur III, eftir Eirík Jónsson og Viðar Má Matthíasson, standa Lögfræðingafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands fyrir rafrænu málþingi um sérsvið skaðabótaréttar. Með því er vísað til sviða þar sem sakarreglunni er ýmist beitt með öðrum hætti en almennt er, oftast þannig að skaðabótaábyrgð er hert, eða lagareglur mæla fyrir um sérstaka skipan bótareglna og eftir atvikum vátryggingarskyldu.