Fréttir 01 2021

 

Námskeið til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum

Námskeið til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum vorið 2021 verður að öllum líkindum haldið á tímabilinu 22. febrúar nk. til 30. apríl nk. Endanleg útfærsla á kennsluáætlun og fyrirkomulagi námskeiðsins liggur ekki fyrir en námskeiðið verður auglýst á heimasíðu Lögmannafélagsins fljótlega og þá verður jafnframt opnað fyrir rafræna skráningu í gegnum síðuna.

Efni Lögmannablaðs í desember 2020

Meðal efnis: umfjöllun um hlutverk dómstóla í ljósi dóms MDE í Landsréttarmálinu, lögmenn á samfélagsmiðlum, spjall um hagnýt atriði fyrir héraðsdómi, Notkun lögreglu á bakvaktarþjónustu lögmanna og margt fleira. Hægt er að nálgast blaðið hér á heimasíðunni.

Rafrænt málþing - Sérsvið skaðabótaréttar

Í tilefni af útkomu ritsins Bótaréttur III, eftir Eirík Jónsson og Viðar Má Matthíasson, standa Lögfræðingafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands fyrir rafrænu málþingi um sérsvið skaðabótaréttar. Með því er vísað til sviða þar sem sakarreglunni er ýmist beitt með öðrum hætti en almennt er, oftast þannig að skaðabótaábyrgð er hert, eða lagareglur mæla fyrir um sérstaka skipan bótareglna og eftir atvikum vátryggingarskyldu.