Námskeið til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum
Námskeið til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum vorið 2021 verður að öllum líkindum haldið á tímabilinu 22. febrúar nk. til 30. apríl nk. Endanleg útfærsla á kennsluáætlun og fyrirkomulagi námskeiðsins liggur ekki fyrir en námskeiðið verður auglýst á heimasíðu Lögmannafélagsins fljótlega og þá verður jafnframt opnað fyrir rafræna skráningu í gegnum síðuna.