Lagadagurinn verður haldinn föstudaginn 23. september 2022

Þrátt fyrir sól og sumar stendur yfir undirbúningur fyrir Lagadaginn 2022 og það sem meira er, dagskráin er að verða tilbúin. 

Sem fyrr munu þrjár málstofur vera fyrir og eftir hádegi á Lagadaginn sem að þessu sinni verður haldinn í Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá mun verða sett á heimasíðu dagsins www.lagadagur.is um leið og hún er tilbúin.