Meistaramót LMFÍ í golfi 2022

Meistaramót LMFÍ í golfi 2022 verður haldið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti föstudaginn 2. september 2022.

Leikinn verður 18 holu höggleikur með fullri forgjöf en einnig verður keppt án forgjafar. Sigurvegari með forgjöf verður krýndur meistari LMFÍ í golfi árið 2022. Skilyrði fyrir þátttöku er að vera félagi í LMFÍ en fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 32.

Mæting er kl. 11.15 en fyrsta holl verður ræst út kl. 11.28.

Áætlaður kostnaður er kr. 10.000,- á mann

Skráning stendur til hádegis þriðjudaginn 30. ágúst. 

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður