FUNDARBOÐ

Aðalfundur LMFÍ miðvikudaginn 31. maí 2023 kl. 16:00

Hilton Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2

D A G S K R Á:

  1. Skýrsla félagsstjórnar og nefnda félagsins.
  2. Ársskýrsla úrskurðarnefndar lögmanna fyrir liðið starfsár.
  3. Endurskoðaður reikningur fyrir liðið reikningsár.
  4. Umræður um skýrslur og reikninga.
  5. Reikningur borinn undir atkvæði.
  6. Ákvörðun um ávöxtun sjóða félagsins.
  7. Veiting gullmerkis félagsins.
  8. Stjórnarkosning:

        - kosning formanns til eins árs;

        - kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára;

        - kosning þriggja manna í varastjórn til eins árs.

  1. Kosning endurskoðanda/ endurskoðunarfyrirtækis til eins árs.
  2. Kjör fulltrúa félagsins í úrskurðarnefnd lögmanna og varamanns skv.3. gr.
    lögmannalaga.
  3. Kosning 7 manna í laganefnd til eins árs.
  4. Önnur mál.

Aðalfundur félagsdeildar LMFÍ 31. maí 2023

D A G S K R Á:

  1. Ársskýrsla félagsdeildar LMFÍ fyrir liðið starfsár.
  2. Endurskoðaður reikningur fyrir liðið reikningsár.
  3. Tillaga um hækkun árgjalds fyrir árið 2024.
  4. Önnur mál.

Stjórn Lögmannafélags Íslands

Hægt verður að fylgjast með aðalfundunum í gegnum Microsoft Teams fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á fundarstað.

Enn fremur verður boðið upp á rafræna kosningu til stjórnar, komi til kosninga. Hér að neðan er að finna nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna, sem fyrirtækið Outcome kannanir ehf. mun annast:

 

Tæplega viku fyrir aðalfund, þegar fyrir liggur hvort kjósa þurfi á milli frambjóðenda og þá hverjir eru í framboði, verður félagsmönnum sendur tölvupóstur með upplýsingum um frambjóðendur og tengil sem opnar þeim leið inn á sérstaka kjörsíðu í gegnum rafræn skilríki (sambærilegt og notað er við innskráningu inn á heimabanka). Inn á kjörsíðunni er svo að finna kjörseðil með nöfnum þeirra sem eru í framboði og í hvaða „embætti“, sem félagsmönnum gefst þá tækifæri til að greiða atkvæði sitt. Hver atkvæðaseðill er bundinn kennitölu þess félagsmanns sem neytir atkvæðisréttar síns og tryggt að félagsmenn aðeins greitt atkvæði einu sinni. Það að félagsmaður nýti sér aðgang að tæknibúnaði til rafrænnar þátttöku á aðalfundi jafngildir undirskrift og telst viðurkenning á þátttöku hans á fundinum.

 

Opnað verður fyrir rafræna kosningu við upphaf aðalfundar (kl. 16:00) og hafa félagsmenn 30 mínútur til að greiða atkvæði. Einnig verður hægt að greiða atkvæði rafrænt í gegnum sérstakar spjaldtölvur sem verða á fundarstað. Niðurstaða kosninga verður kynnt fljótlega að lokinni atkvæðagreiðslu.

 

Fyrirtækið Outcome kannanir ehf. mun annast rafrænu atkvæðagreiðsluna, en fjöldi samtaka, verkalýðsfélaga, pólitískra hreyfinga  og hlutafélaga hafa nýtt Outcomekerfin til kosninga og fundahalds á Íslandi og á Norðurlöndum síðustu 10 ár. Við notkun Outcome kerfa hefur áhersla á upplýsingaöryggi verið forgangi þar sem kröfum um meðferð persónuupplýsinga er mætt og öll gögn er geymd í vottaðri skýjalausn hjá Microsoft Azure. Þá eru persónuupplýsingar eru aðeins meðhöndlaðar og geymdar í þágu hverrar kosningar og eytt strax eftir að hafa þjónað tilgangi sínum."