Styrkur til fræðastarfa

Námssjóður Lögmannafélags Íslands auglýsir  styrk til   lögfræðilegra rannsókna og/eða útgáfu fræðirita sem nýst geta í daglegum störfum lögmanna.  

 

Styrkfjárhæð nemur allt að kr. 1.200.000,- en á móti munu styrkþegar halda námskeið í tengslum við viðfangsefnið á vegum félagsdeildar Lögmannafélagsins. Nánari tilhögun er að finna í meðfylgjandi vinnureglum sem stjórn Námssjóðs hefur sett sér.  

 

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2024 og skal senda umsóknir  á netfangið eyrun@lmfi.is.  

 

 

Vinnureglur stjórnar námssjóðs 

Samkvæmt 2. gr. skipulagsskrár Námssjóðs Lögmannafélags Íslands er hlutverk sjóðsins meðal annars að sinna fræðslu- og endurmenntunarmálum lögmanna í því skyni að auka hagnýta og fræðilega þekkingu þeirra á hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar. Auk þess er heimilt að veita fé úr sjóðnum til annarra verkefna sem stuðla að aukinni menntun lögmanna, ef sérstakar ástæður eru til að mati sjóðsstjórnar. Stjórnin geti í því skyni styrkt lögfræðilegar rannsóknir og hefur eftirfarandi atriði í huga við veitingu styrkja: 

  1. Að um sé að ræða höfundaverk sem er verulegt að umfangi, með ótvírætt fræðilegt gildi og nýtist í daglegum störfum lögmanna. 
  2. Að höfundur/höfundar verði með námskeið á vegum LMFÍ í tengslum við höfundaverkið og veiti félaginu einkarétt á þeim í ákveðinn tíma. 
  3. Að umsækjendur sendi verk-, og kostnaðaráætlun með umsókn. 
  4. Eitt af þeim atriðum sem horft verður til er að verkefni séu komin af stað við veitingu styrks. 
  5. Ef verk hefur ekki komið út innan þriggja ára eftir ætluð verklok, og námskeið um efni þess hafa ekki verið haldin, þá getur sjóðurinn farið fram á endurgreiðslu styrksins. 
  6. Ekki er tekið við styrkbeiðnum vegna verkefna sem tengjast grunn- eða meistaranámi í lögfræði. 
  7. Höfundur og námssjóður gera skriflegan samning sín á milli.  

 

Fyrir hönd stjórnar Námssjóðs Lögmannafélags Íslands sem í sitja:  

Reimar Pétursson formaður, Finnur Magnússon, Þórunn Helga Þórðardóttir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Magnús Hrafn Magnússon. 

 

Eyrún Ingadóttir