Fjarskiptaréttur - vernd neytenda - 17. október 2023
17.10.2023

Ný fjarskiptalög nr. 70/2022 tóku gildi þann 1. september 2022 en þau leystu af hólmi um 20 ára gamalt regluverk. Lagasetningin byggir á Kóðanum svo kallaða sem er tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 2018/1972/EU. Eitt af þeim markmiðum sem nýjum fjarskiptalögum er ætlað að tryggja er ríkari neytendavernd.

Á námskeiðinu verður fjallað um ýmis lykilatriði löggjafarinnar er varða vernd neytenda svo sem alþjónusta, gagnsæi, hreyfanleiki neytenda, sérreglur um reiki og úrlausn neytendakvartana.

Kennari           Arnar Stefánsson lögfræðingur hjá Fjarskiptastofu.

Staður             Fundarsalur Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                 Alls 2 klst. þriðjudagur 17. október 2023 kl. 11.00-13.00

Verð                kr. 16.800,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 22.400,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ og kr. 28.000,- fyrir aðra.

Skráning

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á
Afbókun á námskeið þarf að berast í síðasta lagi daginn áður. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá.

Með skráningu samþykki ég skilmála félagsdeildar LMFÍ um afskráningu á námskeið og vinnslu persónuupplýsinga