Fjöleignarhús – 23. og 30. nóvember 2023
23.11.2023
Á fáum sviðum mannlífsins rísa fleiri álitaefni en í fjöleignarhúsum. Þetta tveggja eftirmiðdaga námskeiði verður helgað því þýðingarmikla eignarformi og það skoðað frá flestum þekktum hliðum. Í forgrunni verða fjöleignarhúsalögin nr. 26/1994. Gerð verður grein fyrir ófrávíkjanleika laganna, hugtakinu húsi og hinu sérstaka fasteignarhugtaki. Þá verður fjallað um skiptinguna í séreign, sameign sumra og allra. Ítarleg grein verður gerð fyrir stöðu húsfélags að lögum og hvað felist í skylduaðild að því. Ennfremur verður vikið að þýðingu hlutfallstölu og eignaskiptayfirlýsinga. Þá verður fjallað um svigrúm einstakra eigenda til athafna, hvort sem er í sameign eða séreign. Þess verður jafnframt freistað að draga upp sem gleggsta mynd af því sígilda álitaefni hvað sé sameiginlegur kostnaður og hvernig hann skiptist. Loks verður fjallað um það hvaða reglur gilda um ábyrgð húsfélags og einstakra eigenda og hina sérstöku reglu 55. gr. laganna um búsetubann og söluskyldu.
Til hliðsjónar yfirferð á námskeiðinu er ítarlegur kafli um fjöleignarhús í Eignarétti II eftir þá Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Víði Smára Petersen en bókin kom út nú á árinu. Við yfirferðina verður jafnframt stuðst við einstaka dómar Hæstaréttar og álit kærunefndar húsamála sem gengið hafa allt til dagsins í dag.
Kennari Þorvaldur Hauksson lögmaður hjá Embætti ríkislögmanns, varaformaður kærunefndar húsamála og stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands.
Staður Fundarsalur LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík
Tími Alls 2x3 klst. Fimmtudagur 23. nóv. kl. 13.30-16.30 og fimmtudagur 30. nóv. kl. 13.30-16.30.
Verð Kr. 39.600,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 52.800,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 66.000,- fyrir aðra.
Skráning