Líffræði áfalla fyrir fólk í réttarkerfinu
6.3.2024

Á síðasta áratug hefur orðið mikil bylting í rannsóknum á áföllum og eftirleik þeirra. Þekking á þeim lífeðlisfræðilegu viðbrögðum sem fólk sýnir í áfalli, bæði þegar áfallið á sér stað og í eftirleiknum getur skipt sköpum þegar kemur að því að greina og finna sönnunargögn og því til mikils að vinna fyrir þá aðila sem vinna með fólk sem lent hefur í erfiðum hlutum, að sækja sér þá þekkingu.

Aðilum innan dómskerfis og réttarkerfis býðst nú námskeið þar sem farið verður yfir þessa hluti.

Á námskeiðinu verður farið yfir taugalíffræði áfalla, m.a. hvernig “minniskóðun” virkar í áfalli og hverjar birtingarmyndir eðlilegra áfalla og áfallastreituröskunar eru og þessu fléttað saman við dæmi úr íslensku dómskerfi til glöggvunar.

Leiðbeinandi Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur og eigandi Heilshugar en sérsvið hennar eru áföll. Þá hefur hún lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðferð og grunnþjálfun í EMDR ásamt fleiru. 

Staður               Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. 

Tími                  Alls 3 klst. Miðvikudagurinn 6. mars 2024, kl. 13.00-16.00. 

Verð                kr. 25.200,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 33.600,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 42.000,- fyrir aðra.   

Skráning 

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á


Afbókun á námskeið þarf að berast í síðasta lagi daginn áður. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá.

Með skráningu samþykki ég skilmála félagsdeildar LMFÍ um afskráningu á námskeið og vinnslu persónuupplýsinga