Markaðsþreifingar - 25. apríl 2023
25.4.2023

Við innleiðingu á Markaðssvikareglugerð ESB (MAR) í íslenskan rétt í september 2021 voru kynntar til sögunnar reglur um svokallaðir markaðsþreifingar (e. market sounding). Í markaðsþreifingum er verið að kanna áhuga mögulegra fjárfesta á hugsanlegum viðskiptum með skráða fjármálagerninga, ræða verðhugmyndir, umfang viðskipta o.fl. Í Bandaríkjunum er þetta oft nefnt „testing the waters“. Við slíkar aðstæður er möguleiki að innherjaupplýsingum sé miðlað til þessara fjárfesta. Miðlun innherjaupplýsinga er að meginstefnu óheimil en telst lögmæt ef hún er í eðlilegu sambandi við starf, stöðu og skyldu viðkomandi. Fara þarf því varlega í að miðla innherjaupplýsingum við slíkar aðstæður.

Til að veita aðilum í markaðsþreifingum ákveðið öryggi og vissu um að miðlun innherjaupplýsinga sé í samræmi við lög hafa reglur MAR um markaðsþreifingar verið kynntar til sögunnar. Reglurnar fela í sér verndarsvæði (e. safe harbour) fyrir aðila í markaðsþreifingum. Það þýðir að ef farið er eftir kröfum MAR og afleiddra reglna um markaðsþreifingar eru aðilar öruggir um að miðlun innherjaupplýsinganna sé lögmæt. Reglurnar eru valkvæðar en veita aðilum þessa vissu að ekki sé verið að miðla innherjaupplýsingum með ólögmætum hætti.

Á námskeiðinu verður farið yfir þær reglur sem gilda um markaðsþreifingar í dag. Farið verður yfir miðlun innherjaupplýsinga, hvaða kröfur þarf að uppfylla samkvæmt reglum MAR og afleiddri löggjöf til að falla undir verndarsvæðið og fleiri praktísk atriði, t.d. varðandi innherjalista. Reglurnar hafa ekki einungis þýðingu fyrir þá aðila sem stunda markaðsþreifingar heldur einnig þá fjárfesta sem eru „móttakendur“ markaðsþreifinga.

  • Prófnefnd verðbréfaviðskipta hefur metið námskeiðið til tveggja klst. fyrir þátttakendur sem eru með verðbréfaréttindi.

Kennari               Dr. Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild HR og lögmaður hjá ADVEL lögmönnum

Staður                Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík

Tími                     Alls 2 klst. Þriðjudagur 25. apríl 2023 kl. 11.00-13.00.

Verð                    kr. 22.000,- (kr. 2.200,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 5.500,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning


gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á