Skipulag og eignarréttur að fasteignum - málefni 21. aldarinnar – 4. maí 2023
4.5.2023

Á þessu 13. námskeiði í eignaréttarlínu LMFÍ verður fyrst fjallað með almennum hætti um löggjöf um skipulag og stöðu eignarréttar að fasteignum við framkvæmd skipulags.

Tilkoma og framkvæmd skipulags hefur haft í för með sér margþættar takmarkanir eignarréttar fasteignareigenda, en voru nauðsynleg málamiðlun milli einstaklingseignarréttar og almannahagsmuna. Segja má að skipulagsmálin hafi falið í sér stærsta skref 20. aldarinnar í átt að því að þróa reglur um eignarétt út frá samfélagslegum sjónarmiðum, en ekki eingöngu sem einkamálefni eigandans. En hvaða kenningar eru ráðandi um íslenskan eignarétt? Trompar einstaklingseignarrétturinn samfélagslega hagsmuni, eða öfugt? Mjög krefjandi spurningar hafa komið upp á þessum vettvangi á undanförnum árum sem brugðið geta ljósi á þessar grundvallarspurningar. Nægir þar að nefna aðgerðir í kjölfar bankahrunsins og þær miklu eignarskerðingar sem áttu sér stað í Covid-faraldrinum. Þá eru ýmsar áskoranir framundan, eins og t.d. hvort eignarétturinn sé eða eigi að vera fyrirstaða þegar kemur að aðgerðum til þess að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. 

Kennarar námskeiðsins munu gera heiðarlega tilraun til þess að svara þessum háleitu en mikilvægu spurningum og setja þær í hagnýtt samhengi með yfirskrift námskeiðsins að leiðarljósi. 

 

Kennarar            Karl Axelsson hæstaréttardómari og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Víðir Smári Petersen dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Staður                 Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                    Alls 3 klst. Fimmtudagur 4. maí  kl. 13:00-16:00

Verð                    33.000,- (kr. 3.300,- í afslátt fyrir aðild að LMFÍ og LÍ en kr. 8.250,- í afslátt fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ).

Skráning


gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á