Traustþjónusta; reglustjórn og hlíting - 9. nóv. 2023
9.11.2023

Bylting hefur orðið á hagnýtingu stafrænna lausna undanfarin ár með vaxandi lögfræðilegum álitaefnum. Farsæld byltingarinnar byggir á trausti og þar leikur traustþjónusta lykilhlutverk. En hvað er traustþjónusta og hvernig er gengið úr skugga um að traustið sé á sterkum grunni? Á þessu inngangsnámskeiði verður farið yfir helstu álitaefni traustþjónustunnar ásamt því að fjalla um skilvirka reglustjórn fyrirtækja sem starfa í flóknu rekstrarumhverfi, þar sem fjölmargar kröfur eru gerðar til rekstursins og sumar hverjar illa samrýmanlegar.

Kennari           Elfur Logadóttir lögfræðingur, framkvæmdastjóri ERA

Staður             Fundarsalur LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík

Tími                 Alls 3 klst. Fimmtudagur 9. nóvember 2023 kl. 13.00-16.00

Verð                 kr. 25.200,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 33.600,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 42.000,- fyrir aðra.  

Skráning:

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á




Afbókun á námskeið þarf að berast í síðasta lagi daginn áður. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá.

Með skráningu samþykki ég skilmála félagsdeildar LMFÍ um afskráningu á námskeið og vinnslu persónuupplýsinga