Veiðiréttindi á fasteignum - 1. desember 2023
1.12.2023

Fjallað verður um rétt til veiða á fugli og fiski á eignarlöndum og í þjóðlendum.

Annars vegar mun yfirferðin beinast að löggjöf um veiði og nytjar ferskvatnsfiska þar sem lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði verða í forgrunni. Beinar tekjur af lax- og silungsveiði eru í kringum 5 milljarðar króna árlega hér á landi og eru t.d. 69% af launum og hagnaði í landbúnaði á Vesturlandi vegna slíkra veiða. Því er oft um að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir landeigendur og sveitir landsins. Á námskeiðinu verður farið yfir nýlega dóma á þessu réttarsviði, m.a. um svonefnt aðskilnaðarbann sem nú má finna í 9. gr. núgildandi laga. Einnig verður vikið að öðrum þýðingarmiklum atriðum, eins og t.d. skylduaðild að veiðifélögum, fyrirkomulagi þeirra og atkvæðisrétti. Þá verður farið með gagnrýnum hætti yfir hvort og þá hverra breytinga er þörf á lögum nr. 61/2006 í ljósi þeirra gjörbreytinga sem hafa átt sér stað á þjóðfélags- og búskaparháttum á síðustu árum.

Hins vegar verður sjónum beint að reglum um veiði og nytjar fugla og spendýra en á því sviði eru blikur á lofti vegna fækkunar í helstu nytjastofnum, svo sem rjúpu og gæs, ágreiningi um það hvar stunda megi veiðar o.fl. Þá hefur löggjafinn gengið verulega á veiðirétt landeiganda, m.a. í þágu dýra- og umhverfisverndar. Leitast verður við að svara því hver líkleg löggjafaþróun verður á næstu árum og áratugum, m.a. út frá frumvörpum sem hafa litið dagsins ljós en ekki fengist afgreidd, og hvort gengið yrði of nærri hagsmunum landeigenda ef slíkar hugmyndir yrðu að veruleika.

Kennarar        Karl Axelsson hæstaréttardómari og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Víðir Smári Petersen dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Staður             Fundarsalur LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                 Alls 3 klst. Föstudagur 1. desember 2023 kl. 13.00-16.00

Verð                 kr. 27.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 36.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 45.000,- fyrir aðra. 

Skráning:

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á




Afbókun á námskeið þarf að berast í síðasta lagi daginn áður. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá.

Með skráningu samþykki ég skilmála félagsdeildar LMFÍ um afskráningu á námskeið og vinnslu persónuupplýsinga