Félag sáttalögmanna

Félag sáttalögmanna (FSL) var stofnað þann 17. október 2007. Félaginu er ætlað að vera hagsmunafélag lögmanna sem hafa sérhæft sig í sáttamiðlun (mediation, ADR – alternative dispute resolution, mækling) og lokið hafa námi í sáttmiðlun sem Sátt, félag um sáttamiðlun, hefur viðurkennt.

Tilgangur félagsins er að vera sameiginlegur vettvangur lögmanna sem vilja vinna að sáttamiðlun. Meðal annars með því að stuðla að því að sáttamiðlun verði viðurkenndur valkostur á við aðrar leiðir til að leysa ágreining í samfélaginu. Með því að vera vettvangur endurmenntunar, fræðslu og upplýsinga um sáttamiðlun fyrir félaga og aðra sem áhuga hafa á viðfangsefninu og með því að mynda tengsl við sambærileg félög í öðrum löndum.

Í fyrstu stjórn FSL voru: Ásdís J Rafnar hrl., Sonja María Hreiðarsdóttir hdl., formaður og Ingibjörg Bjarnardóttir hdl.

 

Upplýsingar um FSL

_

Greinar um sáttamiðlun

Sjá greinar á heimasíðu Sáttar (www.satt.is)

_

Tenglar