Samningur um sáttamiðlun 

Samningur um sáttamiðlun

 

1. Aðilar, sáttamaður og ágreiningsefni

1.1 Aðilar

_______________________________________________------------ kt.___________________-----

 

_______________________________________________------------ kt.___________________-----

 

_______________________________________________------------ kt.___________________-----

 

1.2 Sáttamaður

 

_______________________________________________kt.____________________

 

1.3 Ágreiningsefni

 

_____________________________________________________________________

 

_____________________________________________________________________

 

_____________________________________________________________________

 

 

2. Meginreglur um sáttamiðlun

 

2.1.     Sáttamiðlun er málsmeðferð, þar sem sáttamaður, sem ráðinn er til verksins af aðilum, leiðir ferlið og aðstoðar þá við að finna sjálfir lausn á ágreiningi sínum og ná samkomulagi.

 

2.2      Aðilar ganga til sáttamiðlunar af fúsum og frjálsum vilja og bera sjálfir ábyrgð á niðurstöðu hennar. Aðila, eða sáttamanni, er ávallt heimilt að slíta sáttamiðlun­inni.

 

2.3      Sáttamaður er ekki ráðgjafi aðila í sáttamiðlun. Hann tekur hvorki afstöðu til ágreinings þeirra né hefur það hlutverk að útkljá hann.

 

3. Hlutleysi, óhlutdrægni og sjálfstæði

 

3.1      Sáttamaður skal vera hlutlaus, óhlutdrægur og sjálfstæður. Honum ber að stuðla að jafnræði með aðilum og sýna þeim virðingu.

 

3.2      Sáttamaður lýsir því yfir, að hann er algjörlega óháður aðilum í sáttamiðlun þessari. Hann hefur aldrei aðstoðað þá, eða á annan hátt verið í slíku sambandi við þá, að með nokkrum rétti megi draga í efa hlutleysi hans.

 

4. Trúnaður

 

4.1      Allir þátttakendur eru bundnir trúnaði um allt það, sem fram kemur í sátta­miðluninni. Enginn má láta öðrum í té trúnaðarupplýsingar, sem fram koma á sáttafundum og ekki eru komnar frá honum sjálfum, nema slík upplýsingagjöf byggist á lögum. Þetta gildir einnig í málaferlum, sem síðar kann að koma til.

            Þó getur komið til þess síðar, skv. 10. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991, að skylt verði að leggja fram fyrir rétti skjöl, á grundvelli upplýs­inga, sem fram komu í sáttamiðlun.

 

4.2      Framvinda sáttamiðlunar er hvorki skrásett né skýrsla gerð.

5. Ferli sáttamiðlunar

 

5.1.     Sáttamiðlun hefst á því að aðilar og sáttamaður undirrita þennan samning.

 

5.2.     Sáttamaðurinn skipuleggur feril sáttamiðlunar í samráði við aðila.

 

5.3.     Sáttamaður stýrir sáttafundi.

 

5.4.     Aðilum ber sjálfum að mæta á sáttafund.  Þeir, sem mæta fyrir hönd lögaðila eða annarra, skulu hafa formlegt umboð til að leiða ágreiningsefni aðila til lykta.

 

5.5.     Aðilum er heimilt að hafa ráðgjafa með sér á sáttafundum, nema samið sé um aðra tilhögun. Sáttamaður kannar, fyrir upphaf sáttamiðlunar, hvort aðilar ætla að mæta með ráðgjafa og lætur gagnaðila vita af því.

            Öðrum er einungis heimilt að sitja sáttafundi með samþykki aðila og sátta­manns.

            Meðan á sáttamiðlun stendur hafa aðilar rétt til að ráðfæra sig við ráðgjafa, hvort sem þeir eru á staðnum eða ekki.

 

5.6.     Sáttamaður leitast við að upplýsa, hvers eðlis ágreiningur aðila er, hverjir eru hagsmunir þeirra og þarfir, og hann aðstoðar þá við að koma sjálfir með tillögur að lausn ágreiningsins.

 

5.7.   Sáttamaður getur haldið sameiginlegan fund með aðilum, eða einkafundi með hverjum fyrir sig. Þegar einkafundir eru haldnir er sérstaklega samið um og ákveðið, hvaða upplýsingar sáttamanni er heimilt að bera á milli aðila.

 

5.8.     Aðilum er ljóst, að sáttamanni ber ekki skylda til að grípa inn í, ef aðilar finna lausn á deilu sinni, sem er frábrugðin því, sem líklegt er, að yrði niðurstaða dómstóls eða stjórnvalds. Einnig, að sáttamanni er ekki skylt að tjá sig um sterka og veika þætti í málflutningi aðila.

 

5.9.     Aðilar hafa kynnt sér siðareglur sáttamanna, sem eru fylgiskjal með samningi þessum.

 

5.10. Sáttamiðlun lýkur annaðhvort með því, að aðilar semja um lausn á ágreiningi sínum, eða aðili eða sáttamaður óska eftir að slíta sáttamiðluninni.

 

 

6. Þóknun sáttamanns og kostnaður við sáttamiðlun

 

6.1.     Aðilar skipta með sér til helminga greiðslu á þóknun sáttamanns og kostnaði í tengslum við sáttamiðlunina. Umsamin þóknun og kostnaður er í samræmi við fylgiskjal með samningi þessum.

 

6.2.     Áður en sáttamiðlunin hefst skulu aðilar, hvor um sig, leggja fram staðfestingar­gjald, skv. áætlun í fylgiskjali. Ekki er hægt að líta á áætlunina sem vísbendingu um endanlegan heildarkostnað við sáttamiðlunina.

 

7. Annað – sérstaklega umsamið

 

_____________________________________________________________________          

 

_____________________________________________________________________

 

_____________________________________________________________________

 

 

________________________________

                                              Staður                    dagsetning

 

 

 

_______________________________     _______________________________

                              aðili                                                           aðili

 

 

________________________

sáttamaður