Gjafsókn - gátlisti

Gátlisti til leiðbeiningar fyrir umsóknir um gjafsóknarleyfi.

Gögn

 1. Skattframtöl umsækjanda og maka 2 næstliðin ár.
 2. Staðfestar upplýsingar um tekjur það sem af er umsóknarári.
 3. Upplýsingar um hjúskapar- og fjölskyldustöðu.
 4. Málsskjöl fyrirhugaðs dómsmáls, væntanleg kröfugerð, sundurliðun.
 5. Málsvörn eða afstaða gagnaðila.

Gagnaöflun eða rannsókn utan réttar þarf að vera að mestu lokið áður en sótt er um gjafsókn.

Rökstuðningur

 1. Rökstuðningur fyrir tilvísunum í gjafsóknarheimildir.
 2. Rökstuðningur fyrir tilefni.
 3. Rökstuðningur fyrir því að kostnaður af gæslu hagsmuna sé umsækjanda ofviða.
 4. Rökstuðningur fyrir gjafsókn á grundvelli b-liðar 1. mgr. 126. gr. EML.

Endurumsókn

 1. Tilvísun í dagsetningu fyrri ákvörðunar.
 2. Fyrri umsóknargögn þurfa að fylgja.
 3. Endurupptökuákvæði 24. gr. stjórnsýslulaga ef sótt er um að nýju.
 4. Rökstyðja sérstaklega hvort atvik hafi breyst.
 5. Rökstyðja sérstaklega hvort fyrri ákvörðun hafi byggt á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum.

Umsókn þarf að berast eigi síðar en 4 vikum fyrir málflutning.