Viðburðir

Dómstólaeftirlit með stjórnsýslunni - námskeið

Fjallað verður ítarlega um atriði er varða eftirlit og endurskoðun dómstóla á stjórnvaldsákvörðunum, þar á meðal um kröfugerð, aðild bæði sóknar -og varnarmegin, sem er eitt snúnasta úrlausnarefnið í þessu sambandi og þar sem dómaframkvæmd er mjög flókin og viðamikil. Vikið verður að 60. gr. stjórnarskrárinnar sem er grundvöllur að endurskoðunarvaldi dómstóla á stjórnvaldsákvörðun. Þá verður fjallað ítarlega um þróun þessa valds og hvort og þá hvaða takmarkanir eru eftir á því.
 

Nánari upplýsingar og skráning

Framkvæmd EES-réttar í ljósi nýlegra dóma EFTA-dómstólsins og mála hjá ESA - námskeið

Á síðustu misserum hefur EFTA-dómstóllinn kveðið upp marga áhugaverða dóma á ýmsum sviðum EES-réttar, s.s. samkeppnisréttar, fjórfrelsisins og um skaðabótarétt vegna opinberra innkaupa. Á námskeiðinu verður farið yfir þessa dóma sem og áhugaverð mál sem hafa verið til meðferðar hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) bæði á sviði innri markaðar og ríkisstyrkja. Sjónum verður sérstaklega beint að málum sem varða Ísland eða eru áhugaverð fyrir íslenska lögfræðinga. Einnig verður vikið að íslenskum dómsmálum um EES-rétt s.s. skaðabótamál vegna innflutnings á fersku kjöti. Að síðustu verður vöngum velt yfir því hvaða áhrif Brexit kunna að hafa á EES-samninginn.

Nánari upplýsingar og skráning

Mygla og fasteignir - aukanámskeið 1. mars

Vegna mikillar aðsóknar höfum við bætt við öðru námskeiði um myglu og fasteignir.

Síðustu misseri hefur dómsmálum vegna myglu í fasteignum fjölgað. Vegna þessa verður nú haldi námskeið þar sem farið verður yfir nýlega dóma vegna myglu í fasteignum og álitaefni þeirra krufin. Velt verður upp hvað þarf að hafa í huga við rekstur slíkra mála, meðal annars um þær sönnunarkröfur sem dómstólar hafa gert, hvernig matsspurningar til dómkvaddra matsmanna gætu litið út og hvað þarf að passa í stefnugerð þegar slík mál eru sótt.

Nánari upplýsingar og skráning

Skráning fyrirtækja á markað - námskeið

Farið verður yfir skilyrði skráningar á markað, aðalmarkað og First North. Fjallað verður um undirbúning skráningar og upplýsingagjöf fyrir skráningu. Einnig verður farið yfir reglur um viðvarandi upplýsingagjöf, fjárfestatengsl og regluvörslu.

Nánari upplýsingar og skráning

Hlutverk lögmanna í sáttameðferð - örnámskeið

Fjallað verður um hlutverk lögmanna í sáttameðferð hjá sýslumanni.

Nánari upplýsingar og skráning

Ný persónuverndarlöggjöf -  aukanámskeið

Vegna mikillar aðsóknar verður námskeið um nýju persónuverndarlöggjöfina haldið í fimmta sinn í mars 2018.

Farið verður yfir þær miklu breytingar fram framundan eru á persónuverndarlöggjöf á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/679, en löggjöfin mun taka gildi í Evrópu í maí 2018. Á námskeiðinu verður farið yfir hvað þessar breytingar hafa í för með sér fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru að vinna með persónuupplýsingar og hvernig innanhússlögfræðingar og lögmenn geta aðstoðað í undirbúningi fyrir þetta nýja regluverk. Einnig verður fjallað um hvernig lögmenn og lögmannsstofur þurfa að bregðast við þessum auknum skyldum sem jafnframt eiga við um vinnslu lögmanna á persónuupplýsingum um umbjóðendur og gagnaðila þeirra. 

Umsagnir þátttakenda:

  • „Ég var mjög ánægð með námskeiðið, kennararnir voru greinilega sérfræðingar um kennsluefnið og vel undirbúnar undir kennsluna og fyrirspurnir.“
  • „Námskeiðið var mjög gott og þekking kennara augljóslega mikið. Gátu vel svarað öllum spurningum sem bárust úr sal.“
  • „Með þeim betri sem ég hef setið hjá LMFÍ. “ 
Nánari upplýsingar og skráning

Fyrning kröfuréttinda - námskeið

LMFÍ í samvinnu við Lagastofnun Háskóla Íslands heldur námskeið um fyrningu kröfuréttinda. Farið verður yfir lög nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda en með lögunum urðu nokkrar breytingar frá eldra rétti. Áhersla verður lögð á megineinkenni fyrningarlaga, fyrningarfresti mismunandi kröfuréttinda, upphafstíma fyrningarfrests og hvernig fyrningu verði slitið. Þá verður fjallað um viðbótarfrest sem var nýmæli við setningu fyrningarlaga. Eins verða tekin fyrir fræðileg álitaefni sem reynt hefur á í framkvæmd eða líklegt er að kunni að reyna á. Námskeiðið er hugsað fyrir lögfræðinga og starfsfólk fyrirtækja sem hefur innheimtu krafna með höndum.

Nánari upplýsingar og skráning

Fjárskiptareglur hjúskaparlaga - námskeið

Farið verður yfir  fjárskiptareglur við skilnað, fjárskiptasamninga hjóna og helstu atriði er varða opinber skipti til fjárslita milli hjóna.

Nánari upplýsingar og skráning

Ferill skaðabótamála - námskeið

Á námskeiðinu verður farið yfir feril skaðabótamála frá upphafi til loka máls, helstu reglur um fresti, atriði sem hafa þarf í huga við gagnaöflun, samskipti við lækna, sjúkraþjálfara, sjúkrastofnanir og tryggingafélög. Einnig verður farið yfir hvernig standa ber að mati á afleiðingum slysa og loks helstu atriði varðandi bótauppgjör í slysamálum. Námskeiðið er ætlað lögmönnum sem hafa unnið takmarkað í skaðabótamálum sem og fyrir starfsmenn lögmannsstofa.

Nánari upplýsingar og skráning