Dómstólaeftirlit með stjórnsýslunni - námskeið
22.2.2018

Fjallað verður ítarlega um atriði er varða eftirlit og endurskoðun dómstóla á stjórnvaldsákvörðunum, þar á meðal um kröfugerð, aðild bæði sóknar -og varnarmegin, sem er eitt snúnasta úrlausnarefnið í þessu sambandi og þar sem dómaframkvæmd er mjög flókin og viðamikil. Vikið verður að 60. gr. stjórnarskrárinnar sem er grundvöllur að endurskoðunarvaldi dómstóla á stjórnvaldsákvörðun. Þá verður fjallað ítarlega um þróun þessa valds og hvort og þá hvaða takmarkanir eru eftir á því.

 

Kennari     Ólafur Jóhannes Einarsson hdl. hjá BBA og fv. framkvæmdastjóri skrifstofu innri markaðar hjá EFTA.

Staður       Kennslustofa í Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg.

Tími           3 klst. Fimmtudagur 22. febrúar 2018 kl. 16:00-19:00

Verð          Kr.  27.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina