Ferill skaðabótamála - námskeið
24.4.2018

Á námskeiðinu verður farið yfir feril skaðabótamála frá upphafi til loka máls, helstu reglur um fresti, atriði sem hafa þarf í huga við gagnaöflun, samskipti við lækna, sjúkraþjálfara, sjúkrastofnanir og tryggingafélög. Einnig verður farið yfir hvernig standa ber að mati á afleiðingum slysa og loks helstu atriði varðandi bótauppgjör í slysamálum. Námskeiðið er ætlað lögmönnum sem hafa unnið takmarkað í skaðabótamálum sem og fyrir starfsmenn lögmannsstofa.

 

 

Kennari          Guðbjörg Benjamínsdóttir hdl. hjá lögmannsstofunni Tort. 

Staður            Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                Þriðjudagur 24. apríl 2018 kl. 10.00 - 13.00

Verð                Kr.  27.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina