Framkvæmd EES-réttar í ljósi nýlegra dóma EFTA-dómstólsins og mála hjá ESA - námskeið
27.2.2018

Á síðustu misserum hefur EFTA-dómstóllinn kveðið upp marga áhugaverða dóma á ýmsum sviðum EES-réttar, s.s. samkeppnisréttar, fjórfrelsisins og um skaðabótarétt vegna opinberra innkaupa. Á námskeiðinu verður farið yfir þessa dóma sem og áhugaverð mál sem hafa verið til meðferðar hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) bæði á sviði innri markaðar og ríkisstyrkja. Sjónum verður sérstaklega beint að málum sem varða Ísland eða eru áhugaverð fyrir íslenska lögfræðinga. Einnig verður vikið að íslenskum dómsmálum um EES-rétt s.s. skaðabótamál vegna innflutnings á fersku kjöti. Að síðustu verður vöngum velt yfir því hvaða áhrif Brexit kunna að hafa á EES-samninginn.

 

Kennari               Ólafur Jóhannes Einarsson hdl. hjá BBA og fv. framkvæmdastjóri skrifstofu innri markaðar hjá EFTA.

Staður                  Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                     3 klst. Þriðjudagur 27. febrúar 2018 kl. 16:00-19:00

Verð                     Kr.  27.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning:

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina