Mygla og fasteignir - námskeið
8.2.2018

Fullt er á námskeiðið 8. febrúar, aukanámskeið verður haldið 1. mars, skráning hér

Síðustu misseri hefur dómsmálum vegna myglu í fasteignum fjölgað. Vegna þessa verður nú haldi námskeið þar sem farið verður yfir nýlega dóma vegna myglu í fasteignum og álitaefni þeirra krufin. Velt verður upp hvað þarf að hafa í huga við rekstur slíkra mála, meðal annars um þær sönnunarkröfur sem dómstólar hafa gert, hvernig matsspurningar til dómkvaddra matsmanna gætu litið út og hvað þarf að passa í stefnugerð þegar slík mál eru sótt.

Kennari          Hildur Ýr Viðarsdóttir hrl. hjá Landslögum.

Staður            Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

Tími                Fimmtudagur 8. febrúar 2018 kl. 16.00-18.00

Verð               Kr.  18.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina