Ný persónuverndarlöggjöf -  aukanámskeið
8.3.2018

Vegna mikillar aðsóknar verður námskeið um nýju persónuverndarlöggjöfina haldið í fimmta sinn í mars 2018.

Farið verður yfir þær miklu breytingar fram framundan eru á persónuverndarlöggjöf á grundvelli reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/679, en löggjöfin mun taka gildi í Evrópu í maí 2018. Á námskeiðinu verður farið yfir hvað þessar breytingar hafa í för með sér fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru að vinna með persónuupplýsingar og hvernig innanhússlögfræðingar og lögmenn geta aðstoðað í undirbúningi fyrir þetta nýja regluverk. Einnig verður fjallað um hvernig lögmenn og lögmannsstofur þurfa að bregðast við þessum auknum skyldum sem jafnframt eiga við um vinnslu lögmanna á persónuupplýsingum um umbjóðendur og gagnaðila þeirra. 

Umsagnir þátttakenda:

  • „Ég var mjög ánægð með námskeiðið, kennararnir voru greinilega sérfræðingar um kennsluefnið og vel undirbúnar undir kennsluna og fyrirspurnir.“
  • „Námskeiðið var mjög gott og þekking kennara augljóslega mikið. Gátu vel svarað öllum spurningum sem bárust úr sal.“
  • „Með þeim betri sem ég hef setið hjá LMFÍ. “ 

 

Kennarar       Áslaug Björgvinsdóttir hdl. og Hjördís Halldórsdóttir hrl. hjá LOGOS

Staður           Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.

 Tími              Alls 4 klst. Fimmtudagur 8. mars 2018 kl. 15:00-19:00 .

Verð               Kr.  34.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina