Rafrænar undirskriftir og aðrar traustþjónustur
18.9.2018

Á námskeiðinu verður fjallað um rafrænar traustþjónustur sem eru skilgreindar í eIDAS reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 910/2014 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu en hún verður innleidd í lög hér á landi á næstu mánuðum. Fjallað verður um rafrænar undirskriftir, auðkenningar, rafræn innsigli, staðfestingarþjónustur fyrir rafrænt undirrituð gögn og öruggar rekjanlegar gagnasendingar. Að lokum verður fjallað um þau áhrif sem þessi nýja tækni mun hafa fyrir rafræn viðskipti og áskoranir sem við stöndum fyrir.  

 

Kennari          Margrét Anna Einarsdóttir lögmaður og stofnandi Justikal.

Staður            Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, Reykjavík.

Tími                Þriðjudagur 18. september kl. 11.00 -13.00.

Verð               18.000,- 30% afsláttur að námskeiði fyrir aðild að félagsdeild LMFÍ. 10% afsláttur fyrir aðild að LMFÍ og LÍ.

Skráning hér:

gata, póstnr. og staður
Athugið að fjarfundur er eingöngu fyrir landsbyggðina