FUNDARBOÐ AÐALFUNDAR LMFÍ 2024

Aðalfundur LMFÍ verður haldinn miðvikudaginn 29. maí 2024 kl. 16:00 á Hilton Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík.

D A G S K R Á:

 1. Skýrsla félagsstjórnar og nefnda félagsins.
 2. Ársskýrsla úrskurðarnefndar lögmanna fyrir liðið starfsár.
 3. Endurskoðaður reikningur fyrir liðið reikningsár.
 4. Umræður um skýrslur og reikninga.
 5. Reikningur borinn undir atkvæði.
 6. Ákvörðun um ávöxtun sjóða félagsins.
 7. Tillaga að breytingum á samþ‏ykktum félagsins.
 8. Tillaga um ráðstöfun bókakosts bókasafns LMFÍ.
 9. Tillaga um hækkun árgjalds fyrir árið 2025.
 10. Stjórnarkosning:

        - kosning formanns til eins árs;

        - kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára;

        - kosning þriggja manna í varastjórn til eins árs.

 1. Kosning endurskoðanda/ endurskoðunarfyrirtækis til eins árs.
 2. Kosning 7 manna í laganefnd til eins árs.
 3. Önnur mál.

Að loknum fundi verður aðalfundur félagsdeildar LMFÍ haldinn: 

D A G S K R Á:

 1. Ársskýrsla félagsdeildar LMFÍ fyrir liðið starfsár.
 2. Endurskoðaður reikningur fyrir liðið reikningsár.
 3. Tillaga að breytingum á reglum um félagsdeild LMFÍ
 4. Kosning stjórnar Námssjóðs LMFÍ til þriggja ára.
 5. Önnur mál.

Stjórn Lögmannafélags Íslands

 

Tillaga um breytingu á samþykktum fyrir Lögmannafélags Íslands.

"Aðalfundur Lögmannafélags Íslands, haldinn á Hilton Hótel Nordica miðvikudaginn 29. maí 2024, samþykkir svohljóðandi breytingar á samþykktum fyrir Lögmannafélag Íslands:

„3. mgr. 4. gr. hljóði svo:

Félagsstjórn getur ákveðið að félagsmenn geti tekið þátt í félagsfundi rafrænt, þ.m.t greitt at­kvæði án þess að vera á fundarstað, s.s. við stjórnar- og nefndakjör. Rafræn þ‏átttaka félags­manna á félagsfundi skal ávallt vera staðfest með viðurkenndum rafrænum auðkennum. Fél­agsstjórn er heimilt að ákveða að rafræn stjórnar- og nefndakjör hefjist allt að tveimur dögum fyrir félagsfund. Félagsstjórn skal að öðru leyti ákveða hvaða kröfur skuli gerðar til tæknibún­aðar til nota á slíkum félagsfundi, þannig að m.a. verði unnt að tryggja rétt félagsmanna til að sækja fundinn, sem og staðfesta með tryggilegum hætti mætingu á fundinn og niðurstöðu at­kvæðagreiðslna. Í fundarboði til félagsfundarins skulu koma fram upplýsingar um tæknibún­aðinn auk upplýsinga um það hvernig félagsmenn geta tilkynnt um rafræna þátttöku sína og hvar þeir geta nálgast upplýsingar um framkvæmd rafrænnar þátttöku í fundinum. Það að fél­agsmaður nýti sér aðgang að tæknibúnaði til rafrænnar þátttöku á félagsfundi jafngildir undir­skrift og telst viðurkenning á þátttöku hans á fundinum.

 1. mgr. 18. gr. hljóði svo:

„Félagsmenn, sem stjórn félagsins hefur samþykkt að veita undanþágu á grundvelli 2. mgr. 19. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998, greiða ekki árgjald.“

Tillaga að breytingum á reglum um félagsdeild LMFÍ.

"Aðalfundur félagsdeildar LMFÍ, haldinn á Hilton Hótel Nordica miðvikudaginn 29. maí 2024, samþykkir svohljóðandi breytingar á reglum um félagsdeild LMFÍ:

„3. mgr. 4. gr. hljóði svo:

Félagsstjórn getur ákveðið að félagsmenn geti tekið þátt í félagsfundi rafrænt, þ.m.t greitt at­kvæði án þess að vera á fundarstað, s.s. við stjórnar- og nefndakjör. Rafræn þ‏átttaka félags­manna á félagsfundi skal ávallt vera staðfest með viðurkenndum rafrænum auðkennum. Fél­agsstjórn er heimilt að ákveða að rafræn stjórnar- og nefndakjör hefjist allt að tveimur dögum fyrir félagsfund. Félagsstjórn skal að öðru leyti ákveða hvaða kröfur skuli gerðar til tæknibún­aðar til nota á slíkum félagsfundi, þannig að m.a. verði unnt að tryggja rétt félagsmanna til að sækja fundinn, sem og staðfesta með tryggilegum hætti mætingu á fundinn og niðurstöðu at­kvæðagreiðslna. Í fundarboði til félagsfundarins skulu koma fram upplýsingar um tæknibún­aðinn auk upplýsinga um það hvernig félagsmenn geta tilkynnt um rafræna þátttöku sína og hvar þeir geta nálgast upplýsingar um framkvæmd rafrænnar þátttöku í fundinum. Það að fél­agsmaður nýti sér aðgang að tæknibúnaði til rafrænnar þátttöku á félagsfundi jafngildir undir­skrift og telst viðurkenning á þátttöku hans á fundinum.

 1. mgr. 15. gr. hljóði svo:

„Félagsmenn, sem stjórn félagsins hefur samþykkt að veita undanþágu á grundvelli 2. mgr. 19. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998, greiða ekki árgjald.“