Höfundaréttur 21. nóvember 2024
Fjallað verður um helstu reglur og skilyrði fyrir stofnun höfundaréttar og hvernig hann horfir við gagnvart einstökum tegundum verka. Þá verður rætt um þau fjárhagslegu réttindi sem felast í höfundarétti og nefndir nokkrir áhugaverðir dómar sem hafa fallið um efnið. Námskeiðið er fyrsti hluti sérstakrar námskeiðslínu um höfundarétt.
- Kennarar Erla S. Árnadóttir lögmaður hjá LEX og dr. Rán Tryggvadóttir sem eru höfundar heildarrits um höfundarétt sem gert er ráð fyrir að komi út árið 2026.
- Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík.
- Tími Alls 3 klst. Fimmtudagur 21. nóvember 2024 kl. 13.00-16.00.
- Verð Kr. 27.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 36.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 45.000,- fyrir aðra.
Skráning