Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna 04 2018

 

Mál 19 2018

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.  

Kröfu kærða, um að kærandi verði látinn sæta viðeigandi agaviðurlögum vegna brota á 2. mgr. 1. gr., 2. gr., 2. mgr. 8. gr. og 27. gr. siðareglna lögmanna, er vísað frá nefndinni.


Mál 18 2018

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A ehf., með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 


Mál 17 2018

Kærði, C lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kærenda, A og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Kröfu kærenda, um að úrskurðarnefnd lögmanna beini því til kærða að hann segi sig strax frá störfum fyrir húsfélagið að H 8 í Reykjavík, er vísað frá nefndinni.


Mál 16 2018

Máli þessu er vísað frá nefndinni.

                 


Mál 15 2018

Kærða, C lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kærenda, A og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Kröfum kærenda, um að kærandi A fái að vera á Íslandi á meðan kærendur leiti réttar síns, að kærða gangist við mistökum sínum og játi þau fyrir Útlendingastofnun og að kærðu verði gert að standa straum af öllum kostnaði kærenda sem rekja megi til háttsemi kærðu, er vísað frá nefndinni.


Mál 14 2018

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.


Mál 13 2018

Það er álit úrskurðarnefndar lögmanna að hæfilegt endurgjald B lögmanns vegna lögmannsstarfa hans í þágu álitsbeiðanda, A, á tímabilinu frá 14. nóvember 2008 til 9. september 2014 sé að fjárhæð 13.818.433 krónur auk virðisaukaskatts, sbr. 1. mgr. 24. laga nr. 77/1998 um lögmenn.


Mál 12 2018

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A ehf., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Kröfu kærða um að kæranda verði gert að greiða kærða 2.500.000 krónur auk dráttarvaxta frá 9. febrúar 2018 til greiðsludags, er vísað frá nefndinni.


Mál 11 2018

Áskilin þóknun kærða, B, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Kröfu kærða um að kveðið verði á um aðfararhæfi fjárkröfu að fjárhæð 111.154 krónur með virðisaukaskatti, samkvæmt reikningi dagsettum 28. febrúar 2018 auk vaxta samkvæmt 3. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. febrúar 2018 til greiðsludags, að viðbættri þóknun vegna reksturs málsins fyrir nefndinni, er vísað frá nefndinni.


Mál 10 2018

Kærði, C lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kærenda, A lögmanns og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.