Úrskurðir 2018

 

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Til þess að leita að úrskurðum Úrskurðarnefndar lögmanna er best að nýta leitarstrenginn hér fyrir ofan. T.d. er hægt að skrifa orðin "Þóknun lögmanna" og fá þá upp alla úrskurði og allar greinar um þóknanir. 

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Þegar mál koma til kasta úrskurðarnefndar fá þau númer. Það tekur mislangan tíma að fjalla um mál og því koma úrskurðir ekki í númeraröð. 

Mál 14 2018

Kærði, B lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kæranda, A, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Mál 12 2018

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A ehf., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Kröfu kærða um að kæranda verði gert að greiða kærða 2.500.000 krónur auk dráttarvaxta frá 9. febrúar 2018 til greiðsludags, er vísað frá nefndinni.

Mál 11 2018

Áskilin þóknun kærða, B, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Kröfu kærða um að kveðið verði á um aðfararhæfi fjárkröfu að fjárhæð 111.154 krónur með virðisaukaskatti, samkvæmt reikningi dagsettum 28. febrúar 2018 auk vaxta samkvæmt 3. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 28. febrúar 2018 til greiðsludags, að viðbættri þóknun vegna reksturs málsins fyrir nefndinni, er vísað frá nefndinni.

Mál 10 2018

Kærði, C lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut kærenda, A lögmanns og B, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna.

Mál 9 2018

Kærða, B lögmaður, sætir áminningu.

Kröfum kæranda, A, um að kærða, B lögmaður, afsali sér máli kæranda, fái lögmann sér til aðstoðar sem sé vel að sér í skaðabótamálum eða fái nýjan lögmann að málinu sem sé sérfróður í skaðabótamálum er vísað frá nefndinni.

Mál 8 2018

Máli þessu er vísað frá nefndinni.

Mál 6 2018

Áskilin þóknun kærða, B lögmanns, vegna starfa hans í þágu kæranda, A, felur í sér hæfilegt endurgjald.

Mál 5 2018

Kærði, B ehf., greiði kæranda, A lögmanni, 122.760 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. desember 2017 til greiðsludags.