Mál 26 2022
Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni, er hafnað.
Sú háttsemi varnaraðila, [B] lögmanns, að gera kröfu um að sóknaraðili, [A], bæðist afsökunar á nánar tilgreindum ummælum um umbjóðanda varnaraðila innan þess skamma tímafrests sem veittur var og var utan almenns skrifstofutíma lögmanna, er aðfinnsluverð. Að öðru leyti verður ekki talið að varnaraðili hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem strítt hafi gegn lögum eða siðareglum lögmanna.
Málskostnaður fellur niður.