Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna

 

Leit að úrskurðum úrskurðarnefndar

Með því að slá leitarorð inn í leitarstreng hér fyrir ofan er hægt að leita í úrskurðum úrskurðarnefndar lögmanna.

Nýjustu úrskurðir úrskurðarnefndar

Úrskurðir fá númer í þeirri stöð sem mál berast til úrskurðarnefndar og eru birtir í númeraröð eftir ártali hér til hliðar.

Mislangan tíma tekur að fjalla um mál og því er ekki úrskurðað í málum eftir númeraröð. Nýjustu úrskurði úrskurðarnefndar má sjá hér fyrir neðan.


Nýjustu úrskurðirnir

Mál 4 2023

Sú háttsemi varnaraðila, C lögmanns að sinna ekki innan hæfilegs tíma  erindum  sem til   bárust í tengslum við skipti á dánarbúi D og að vanrækja að sækja fundi vegna búskiptanna með endurteknum hætti, er aðfinnsluverð.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 30 2022

Kröfu varnaraðila, C, um frávísun málsins, er hafnað.

Sóknaraðili, A lögmaður, f.h. B ehf., á ekki rétt til endurgjalds úr hendi varnaraðila, C, vegna starfa hans í þágu félagsins D ehf.


Mál 9 2023

Kröfu varnaraðila, [C] lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað. 

Varnaraðili, [C] lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, [B] ehf., með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 

Málskostnaður fellur niður.  


Mál 2 2023

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað. 

Varnaraðili, [B] lögmaður, hefur í störfum sínum ekki gert á hlut sóknaraðila, [A] lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 

Málskostnaður fellur niður.  


Mál 35 2022

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað. 

Sú háttsemi fulltrúa varnaraðila, [B] lögmanns, sem hann ber ábyrgð á, að óska eftir upplýsingum frá [banka] um persónuleg fjárhagsmál sóknaraðila, [A], án vitundar eða samþykkis sóknaraðila, er aðfinnsluverð.  

Málskostnaður fellur niður. 


Mál 34 2022

Kröfu varnaraðila, [B] lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað. 

Áskilið endurgjald varnaraðila, [B] lögmanns, vegna starfa hans í þágu sóknaraðila, [A], sætir lækkun og telst hæfileg fjárhæð endurgjaldsins vera 200.000 krónur með virðisaukaskatti. Varnaraðili, [B] lögmaður, endurgreiði sóknaraðila 400.000 krónur með virðisaukaskatti.  


Mál 31 2022

Varnaraðili, [B] lögmaður, sætir áminningu. 


Mál 27 2022

Kröfu varnaraðila, C lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað. 

Varnaraðili,C lögmaður, sætir áminningu. 

Málskostnaður fellur niður.  


Mál 16 2022

Kröfu varnaraðilans, [C] ehf., um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað.

Áskilið endurgjald sóknaraðila, [A] lögmanns f.h. [B] ehf., vegna starfa í þágu varnaraðila, [C] ehf., felur í sér hæfilegt endurgjald.

Málskostnaður fellur niður.


Mál 7 2022

Kröfu varnaraðilans, [B] lögmanns, um að málinu verði vísað frá nefndinni er hafnað.

Sú háttsemi, [B] lögmanns, að lýsa vinnubrögðum sóknaraðila, [A], í tölvupósti þann 15. desember 2021 sem ámælisverðum og með ólíkindum og segjast þurfa að vara fólk við þess háttar fólki á sem flestum stöðum við sem flest tækifæri, er aðfinnsluverð.

Málskostnaður fellur niður.