Beint á leiđarkerfi vefsins

Tilkynningar

Fréttir

13.1.2017

Meginreglan um lögvarđa hagsmuni

 Hvaða tilgangi þjónar það að gera kröfu um að sá sem höfðar mál hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn þess?

 

Meginreglan um lögvarða hagsmuni fjallar um það grundvallar skilyrði íslensks réttarfars að aðili máls verði að hafa einhverja hagsmuni af því að fá úrlausn dómstóls fyrir kröfu sinni, þ.e.a.s. úrlausn málsins verður að hafa áhrif á rétt­arstöðu hans með beinum hætti. Þrátt fyrir að reglan sem slík sé ólögfest á hún sér stoð í ýmsum lagaákvæðum, m.a. í ákvæði 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 25. gr. einkmálalaga nr. 91/1991. Inntak reglunnar hefur hins vegar að mestu verið ákvarðað af dómstólum og fræðimönnum.

 

En hvað felst raunverulega í þessari reglu og hver eru skilyrði þess að menn teljist eiga lögvarða hagsmuni? Hver er munurinn á meginreglunni um lögvarða hagsmuni og reglunni um aðildarskort og hvernig hafa íslenskir dómstólar lagt mat á lögvarða hagsmuni í úrlausnum sínum?

 

Til þess að svara þessum spurningum og fræðast nánar um inntak reglunnar og beitingu hennar í nýlegum dómum Hæstaréttar standa Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands fyrir hádegisverðarfundi í Norðurljósasal Hörpunnar fimmtudaginn 19. janúar nk.

 

Frummælandi á fundinum verður Eiríkur Tómasson hæstaréttardómari, en að lokinni framsögu verður opnað fyrir umræður. Fundarstjóri verður Kristín Bene­diktsdóttir, dósent við lagadeild HÍ.

 

Fundurinn hefst stundvíslega kl. 12:00 og ráðgert er að honum ljúki kl. 13:30.

 

Verð er kr. 3.700 pr/mann (hádegisverður innifalinn) og greiðist við inn­ganginn.

Skráning hér

Dómarafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands

25.11.2016

Lagadagurinn verđur haldinn í Hörpunni föstudaginn 5. maí 2017

Stefnt er að því að hafa þrjár málstofur fyrir hádegi og þrjár málstofur eftir hádegi. Að venju verður svo endað á hátíðarkvöldverði og dansleik.

Hugmyndir að umfjöllunarefni sendast til Eyrúnar Ingadóttur á netfangið eyrun@lmfi.is fyrir 5. desember 2016

Takið daginn frá


Viđburđir

 «Janúar 2017» 
sunmánţrimiđfimföslau
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031    

Vefur HćstaréttarAlţingiMerki DómstólaráđsUmbođsmađur AlţingisStjórnarráđStjórnartíđindi / Lögbirtingablađ


Lögmannalistinn

Finna lögmann:

- eftir stađsetningu:
- eftir tungumáli:
- eftir landshluta:
Smelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđiSmelltu til ađ sjá Lögmenn á ţessu svćđi

Lögmannablađiđ

Stjórnborđ

Stćkka leturMinnka leturHamur fyrir sjónskerta og lesblindaSenda ţessa síđuPrenta ţessa síđuVeftré

Myndir