Fjárvörslureikningar

Fjárvörslureikningar lögmanna o.fl.

Lögmaður sem tekur að sér að varðveita fjármuni fyrir umbjóðendur sína skal halda þeim skýrt aðgreindum frá eigin fé og jafnframt er honum skylt að veita stjórn LMFÍ upplýsingar um vörslufé.

Lögmaður, sem varðveitir fé umbjóðanda síns, skal færa sérstakan viðskiptareikning í bókhaldi sínu, sem sýnir inneign umbjóðandans á hverjum tíma. Á reikninginn skal færa allt fé, sem lögmaðurinn tekur við til varðveislu, þ.m.t. fyrirframgreiðslu kostnaðar og tryggingu fyrir greiðslu kostnaðar og þóknunar lögmannsins. Lögmanni er ekki skylt að færa á reikninginn fé, sem hann tekur við og skilar samdægurs.

Þá skal lögmaður færa sérstakan, sameiginlegan viðskiptareikning, fjárvörslureikning, sem sýni á hverjum tíma samanlagðar innstæður allra umbjóðenda hans á viðskiptareikningum skv. 1. mgr. Þegar sérstakar aðstæður mæla með því er heimilt að færa fjárvörslureikninga vegna einstakra umbjóðenda.

Nánar: