Til þess að senda inn kvörtun þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.
Smelltu hér til þess að senda kvörtun.
Einnig er hægt að senda kvörtun með tölvupósti á urskurdarnefnd@lmfi.is og þarf kvörtun þá að vera undirrituð eigin hendi. Ef fleiri en einn kvarta þurfa allir að skrifa undir kvörtunina nema sá sem skrifar undir hana leggi fram umboð um að hann hafi heimild til að undirrita kvörtunina fyrir hönd annarra. Sé kvörtun, greinargerð eða gögnum skilað á pappír skal slíkt einnig sent nefndinni á rafrænu formi á netfang hennar urskurdarnefnd@lmfi.is.