Úrskurðarnefnd lögmanna

Úrskurðarnefnd lögmanna fjallar um

  • Ágreining milli lögmanns og umbjóðanda hans um þóknun lögmannsins, þ.e rétt hans til endurgjalds fyrir störf sín og um fjárhæð endurgjaldsins, enda sé ágreiningnum skotið til nefndarinnar af öðrum hvorum málsaðila eða báðum.
  • Kvörtun á hendur lögmanni frá aðila vegna háttsemi, sem kann að stríða gegn lögum eða siðareglum LMFÍ

Erindi til nefndarinnar verður að berast innan árs eftir að kostur var á að koma því á framfæri við nefndina. Að öðrum kosti vísar nefndin erindinu frá. 

Við framlagningu erindis til nefndarinnar skal málshefjandi greiða málagjald, kr. 12.500 sem þarf að millifæra inn á reikning félagsins 0334-26-1207, kt. 450269-2209 og senda kvittun á netfangið urskurdarnefnd@lmfi.is. Sé grundvöllur fyrir erindinu staðreyndur með úrskurði nefndarinnar er málagjaldið endurgreitt til málshefjanda.

Til þess að senda inn kvörtun þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.

Senda kvörtun

Senda greinargerð eða önnur gögn

      

Nánari upplýsingar

 

 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.