Lögmannsnámskeið
Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður skv. reglugerð 1095/2005, sbr. lög um lögmenn nr. 77/1998, eru alla jafna haldin tvisvar á ári, að vori og að hausti.
Kennslugreinar í fyrri hluta eru einkamálaréttarfar, sakamálaréttarfar, fullnusturéttarfar, samning lögfræðilegrar álitsgerðar og lögfræðileg skjalagerð. Kennslustundir eru 55-65 talsins. Trygging fyrir fyrri hluta árið 2024 var 316.000 kr. sem greiðist við skráningu. Námskeiðið er kennt í sal Lögmannafélagsins, Álftamýri 9 eða gegnum fjarfundabúnað.
Kennslugreinar í síðari hluta eru: Réttindi og skyldur lögmanna, þ. á m. siðareglur lögmanna og þóknun fyrir lögmannsstörf og Málflutningur og önnur störf lögmanna, svo sem samningsgerð og meðferð stjórnsýslumála. Kennslustundir eru 30-40 talsins. Trygging vegna síðari hluta árið 2024 var 300.000 kr. sem greiðist við skráningu. Námskeiðið er kennt í sal Lögmannafélagsins, Álftamýri 9 eða gegnum fjarfundabúnað. Skyldumæting er á síðari hluta námskeiðsins.
Prófnefnd til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum stefnir á að kennsla á fyrri hluta næsta réttindanámskeiðs fari fram á tímabilinu 17. til 26. febrúar nk. og próf þess hluta á tímabilinu 6. til 20. mars.
Kennsla á síðari hluti fer að óbreyttu fram á tímabilinu 26. mars til 4. apríl og próf þess hluta í vikunni 7. til 11. apríl 2025.
Hægt er að skrá sig á póstlista og fá sendar upplýsingar um næsta námskeið þegar þær liggja fyrir.
Dagsetningar námskeiðsins vorið 2024:
- Kennsla fyrri hluti 19. febrúar - 1. mars
- Próf fyrri hluti 7. - 22. mars
- Kennsla síðari hluti 2. - 12. apríl
- Próf síðari hluti 15. - 19. apríl
Dagsetningar námskeiðsins haustið 2024:
- Kennsla fyrri hluti: 30. september - 11. október
- Próf fyrri hluti 17. - 31. október
- Kennsla síðari hluti 11. - 22 nóvember
- Próf síðari hluti 25. - 28. nóvember.