Lögmannsnámskeið
Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður skv. reglugerð 1095/2005, sbr. lög um lögmenn nr. 77/1998, eru alla jafna haldin tvisvar á ári, að vori og að hausti.
Kennslugreinar í fyrri hluta eru einkamálaréttarfar, sakamálaréttarfar, fullnusturéttarfar, samning lögfræðilegrar álitsgerðar og lögfræðileg skjalagerð. Kennslustundir eru 55-65 talsins. Trygging fyrir fyrri hluta árið 2024 var 316.000 kr. sem greiðist við skráningu. Námskeiðið er kennt í sal Lögmannafélagsins, Álftamýri 9 eða gegnum fjarfundabúnað.
Kennslugreinar í síðari hluta eru: Réttindi og skyldur lögmanna, þ. á m. siðareglur lögmanna og þóknun fyrir lögmannsstörf og Málflutningur og önnur störf lögmanna, svo sem samningsgerð og meðferð stjórnsýslumála. Kennslustundir eru 30-40 talsins. Trygging vegna síðari hluta árið 2024 var 300.000 kr. sem greiðist við skráningu. Námskeiðið er kennt í sal Lögmannafélagsins, Álftamýri 9 eða gegnum fjarfundabúnað. Skyldumæting er á síðari hluta námskeiðsins.
Námskeiðið stendur alla jafna yfir í um tvo mánuði, annars vegar frá miðjum febrúar fram í miðjan apríl og hins vegar frá lokum september fram í lok nóvember ár hvert.