Eyðublöð
Til þess að senda inn kvörtun þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.
Einnig er hægt að senda kvörtun með tölvupósti á urskurdarnefnd@lmfi.is og þarf kvörtun þá að vera undirrituð eigin hendi. Ef fleiri en einn kvarta þurfa allir að skrifa undir kvörtunina nema sá sem skrifar undir hana leggi fram umboð um að hann hafi heimild til að undirrita kvörtunina fyrir hönd annarra. Sé kvörtun, greinargerð eða gögnum skilað á pappír skal slíkt einnig sent nefndinni á rafrænu formi á netfang hennar urskurdarnefnd@lmfi.is.
Erindi til nefndarinnar skal vera skriflegt. Í erindinu skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar um þann sem kvartar:
- Nafn
- Kennitala
- Heimilisfang
- Netfang
- Símanúmer
- Erindið skal vera undirritað af þeim sem kvartar eða umboðsmanni hans.
Í erindinu skulu koma fram eftirfarandi upplýsingar um þann lögmann sem kvartað er yfir og efni kvörtunar:
- Nafn lögmannsins og starfsstöð
- Málsatvik sem eru tilefni erindisins
- Hvaða kröfur eru gerðar
- Sönnunargögn sem byggt er á.
Kvörtun skal berast á skrifstofu Lögmannafélagsins, Álftamýri 9 og með tölvupósti á netfangið urskurdarnefnd@lmfi.is.
Eyðublöð til að senda kvörtun úrskurðarnefndar: