Félag kvenna í lögmennsku

gull-web.jpg

Vegna dræmrar þátttöku er móttöku FKL í tilefni veitingu gullmerkis LMFÍ 2023 er frestað fram á haust 

---

FKL var stofnað 4. mars 2004.

70 konur í stétt lögmanna voru stofnfélagar en á fyrsta fundi félagsins var Guðrún Erlendsdóttir, frv. lögmaður og hæstaréttardómari, kjörin heiðursfélagi.

Tilgangur félagsins er að efla samstarf og styrkja stöðu kvenna í lögmannastéttinni. FKL hefur staðið fyrir námskeiðum, fundum og tengslafundum. Á aðalfundi FKL vorið 2013 var Svala Thorlacius hrl. kjörin heiðursfélagi.

Í stjórn FKL árið 2023-2024 eru:

  • Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður hjá EVA legal, formaður.
  • Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmaður hjá Lagaþingi
  • Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður hjá Lögfræðistofu Selfoss
  • Þuríður B. Sigurjónsdóttir lögmaður hjá Íslenskum lögmönnum ehf. 
  • Auður Björg Jónsdóttir lögmaður JA lögmönnum. 

Upplýsingar um FKL

FKL er aðili að EWLA, European Women Lawyers Association, sjá heimasíðu EWLA

Greinar um konur í Lögmannablaðinu


Úr starfi félagsins

Fréttamynd (1)

Skipuleggjendur ásamt heiðursgestum og forseta Alþingis. F.v. Bergþóra Ingólfsdóttir, Vala Valtýsdóttir, Dögg Pálsdóttir, Auður Þorbergsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Guðrún Erlendsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Katrín Theodórsdóttir og Margrét Gunnlaugsdóttir.

F.v. Ragnhildur Helgadóttir, Guðrún Erlendsdóttir og Auður Þorbergsdóttir. 

Kvenlögfræðingar í fortíð, nútíð og framtíð.

16. mars 2007 hélt Félag kvenna í lögmennsku ráðstefnu til að heiðra þrjá brautryðjendur kvenlögfræðinga, þær Auði Þorbergsdóttur fv. héraðsdómara, Guðrúnu Erlendsdóttur fv. hæstaréttardómara og Ragnhildi Helgadóttur fv. ráðherra og alþingismann. Þær voru í hópi fimm fyrstu kvennanna sem útskrifuðust úr lagadeild Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni var einnig fjallað um stöðu kvenlögfræðinga fyrr og nú. Nánar má lesa um ráðstefnuna á bls 22 í Lögmannablaðinu 2/2007, sjá hér

Fréttamynd (2)

Sameiginlegur tengslafundur

Sameiginlegur fundur ásamt félögum kvenna í endurskoðun, læknisfræði og verkfræði var haldinn í Orkuveitunni 23. nóvember 2006.

Fréttamynd (3)

Ráðstefnan Konur - völdin - lögin var haldin árið 2005 en FKL tók þátt í henni.

Fréttamynd (4)

Fyrsta stjórn FKL

Í fyrstu stjórn félagsins voru kjörnar Sif Konráðsdóttir hrl., formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir hdl., Kristín Edwald hdl., Margrét Einarsdóttir hdl. og Svala Thorlacius hrl. Varamenn voru kjörnir Hjördís E. Harðardóttir og Inga Þöll Þórgnýsdóttir. Hér eru f.v. Svala, Kristín, Hjördís, Inga Þöll og Sif.