Heiðursfélagar LMFÍ

  Ár                            Nafn 

1951   Sveinn Björnsson, forseti Íslands (1881-1952)

1951   Lárus Fjeldsted, lögmaður (1879-1964)

1961   Lárus Jóhannesson hæstaréttardómari (1898-1977)

1971   Einar Baldvin Guðmundsson (1903-1974)

1971   Sveinbjörn Jónsson (1894-1979)

1971   Theodór Líndal (1898-1975)

1979   Rannveig Þorsteinsdóttir (1904-1987)

1986   Ágúst Fjeldsted (1916-1992)

1986   Egill Sigurgeirsson (1910-1996)

1996   Guðmundur Pétursson (1917-2009)

1996   Sveinn Snorrason (f. 1925-2018)

2000   Guðmundur Ingvi Sigurðsson (1922-2011)

2002   Árni Guðjónsson, hrl. (1926-2004)

2002   Jón Finnsson, hrl. (1926-2022)

2011   Gestur Jónsson, hrl. (f. 1950)

2011   Hákon Árnason, hrl. (f. 1939-2019)

2011   Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl. (f. 1947)

2011   Ragnar Aðalsteinsson, hrl. (f. 1935)

2011   Þórunn Guðmundsdóttir, hrl. (f. 1957)

2015   Helgi V. Jónsson, hrl. (f.1936-2021)

2015   Jakob R. Möller, hrl. (f. 1940)

2015   Jóhann H. Níelsson, hrl. (f. 1931)

-------------------------------------------------

Reglur um kjör heiðursfélaga Lögmannafélags Íslands

1. gr.

Heiðursfélagi Lögmannafélags Íslands er sæmdarheiti, sem hlotnast mönnum fyrir mikilsvert framlag þeirra til eflingar félaginu og/eða lögmannastéttinni og sem eiga að baki farsælan starfsferil sem lögmenn.

2. gr.

Stjórn LMFÍ kýs félaginu heiðursfélaga, sbr. 22. gr. samþykkta LMFÍ. Til kjörs á heiðursfélaga þarf samhljóða atkvæði stjórnarmanna.

Kjör heiðursfélaga skal staðfest á félagsfundi LMFÍ.

3. gr.

Kjöri heiðursfélaga skal lýst á aðalfundi eða við annað sérstakt tilefni. Fulltrúum fjölmiðla má bjóða að vera viðstaddir athöfnina.

4. gr.

Á heiðursskjali, sem útbúa skal í tilefni af kjöri á heiðursfélaga, skal rita nafn og starfsheiti þess, sem sæmdina hlýtur. Jafnframt skal rita þar hverjir sérstakir verðleikar eru tilefni kjörsins.

Heiðursskjalið skal undirritað af stjórn LMFÍ.

5. gr.

Skrá skal í sérstaka gerðarbók nafn heiðursfélaga og dagsetningu kjörsins. Ennfremur skal þar skrá tilefni sæmdarinnar sömu orðum og skráð eru á heiðursskjalið.

6. gr.

Heiðursfélagi skal njóta allra réttinda sem félagsmaður LMFÍ og er undanþeginn greiðslu árgjalds til félagsins. Honum skal boðið ásamt maka að sitja árshátíð og aðrar stórhátíðir félagsins.

Þannig samþykkt á stjórnarfundi LMFÍ 9. september 1999.


 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.