Laganefnd
Í laganefnd sitja sjö lögmenn sem eru kosnir á aðalfundi ár hvert.
Hlutverk laganefndar er að fylgjast með lögum, lagaframkvæmd, lagafrumvörpum og öðrum lögfræðilegum erindum frá Alþingi og ráðuneytum og veita umsögn um þau f.h. félagsins. Í málum sem varða lögmannastéttina og störf lögmanna, skal nefndin hafa samráð við stjórn félagsins um gerð umsagna.
Nefndin skal starfa að málum að eigin frumkvæði en jafnframt getur félagsstjórnin leitað umsagnar hennar um einstök mál ef henta þykir.
Við veitingu umsagnar um einstök mál er laganefnd heimilt að leita til lögmanna og/eða annarra sérfræðinga, sem búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á því sviði sem um ræðir.
Laganefnd skipa:
- Jón Gunnar Ásbjörnsson lögmaður.
- Einar Farestveit lögmaður.
- Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður.
- Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður.
- Flóki Ásgeirsson lögmaður.
- Fannar Freyr Íversson lögmaður
- Margrét Helga Kristínar Stefánsdóttir lögmaður.