Bókasafn

Frá árinu 2020 hefur ekki verið keypt nýtt efni á bókasafn LMFÍ. Bókasafnið er samt sem áður á sínum stað, í kjallara Álftamýri 9. Bókasafnið er opið á skristofutíma virka daga (frá kl. 09:00-17:00 á veturna og kl. 08:00-16:00 á sumrin).  Hægt er að fá lánaðan lykil af safninu í tvo daga eða yfir helgi fyrir þá sem ekki komast á opnunartíma.  Hafa skal samband við starfsmann skrifstofu LMFÍ  til að fá lykil lánaðan.

Til að leita í bókasafni LMFÍ eingöngu: Velja safn - Sérfræðisöfn A-L - Allt efni í Gegni - Lögmannafélag Íslands)

Á bókasafninu er ágæt aðstaða fyrir lögmenn til að vinna að undirbúningi fyrir réttarhöld og fá frið frá síma og daglegu amstri.  Vinnuaðstaða með skrifborði er fyrir fjóra auk þess sem hægt er að nýta annað rými á safninu.  Tölvuaðstaða og ljósritunarvél er fyrir hendi.  Á safninu eru fjöldi bóka um lagaleg efni. Ufr er til í blaðaformi til ársins 2020.

Dómasöfn á bókasafni

  • Norsk retstidende til 2020
  • Rettens gang til 2020
  • UFR- áskrift í blöðum á bókasafni til 2020

Íslensk tímarit

  • Lögmannablaðið
  • Tímarit lögfræðinga
  • Úlfljótur
  • Tímaritið Lögrétta

Erlend tímarit

  • Advokaten, útg. Danska lögmannafélagið
  • Advokatbladet, útg. Norska lögmannafélagið
  • Advokaten, útg. Sænska lögmannafélagið
  • Anwaltsblatt, útg. Þýska lögmannafélagið
  • Defensor Legis, útg. Finnska lögmannafélagið
  • Eu-ret & Menneskeret, útg. Jurist og Ökonomforbundets Forlag
  • Lov og ret, útg. Danska lögmannafélagið
  • Otrosi, útg. Spænska lögmannafélagið
  • TFR-Tidsskrift for Rettsvitenskap, útg. Universitetsforlaget Oslo
 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.