Starfsábyrgðartryggingar lögmanna

Starfsábyrgðartryggingar lögmanna

Lögmönnum er skylt að hafa í gildi ábyrgðartryggingu hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi vegna fjárhagstjóns sem leitt getur af gáleysi í störfum þeirra eða starfsmanna þeirra. 

Starfsábyrgðartrygging skal að lágmarki vera kr. 15.850.000 vegna hvers tryggingartímabils.

Heimilt er að ákveða hámark eigin áhættu vátryggingartaka allt að kr. 5.000.000 vegna einstaks tjónsatburðar.

Lögmaður uppfyllir tryggingarskyldu sína annað hvort með því að kaupa vátryggingu hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi eða með ábyrgðartryggingu banka eða sparisjóðs sem hefur starfsleyfi samkvæmt 4. gr. laga um viðskiptabanka og sparisjóði, nr. 113/1996, eða erlends banka eða sparisjóðs sem hefur útibú eða starfsstöð hér á landi í samræmi við ákvæði XI. kafla laga nr. 113/1996.

Þegar tveir eða fleiri lögmenn starfa saman með sameiginlega starfsstofu teljast þeir fullnægja tryggingarskyldu sinni með því að leggja fram sameiginlega tryggingu enda sé lögð fyrir Lögmannafélag Íslands yfirlýsing um óskipta bótaábyrgð. Lágmark skal þá hækka um 10% fyrir hvern lögmann umfram einn.

 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.