Mentorprógramm LMFÍ 2024

Lögmannafélag Íslands býður ungum lögmönnum upp á að taka þátt í mentorprógrammi árið 2024. 

Hugmyndin er að gefa lögmönnum tækifæri til þess að ræða um starf sitt við reynda lögmenn, sem hafa verið farsælir í störfum sínum, sem og um starfsþróun, hugmyndir og álitamál varðandi starfsferil sinn.  

Mentorprógrammið er fyrir alla lögmenn, hvort sem þeir eru á lögmannsstofu eða innanhúss. Ávinningurinn getur verið ýmiss konar; til dæmis fyrir unga lögmenn sem eru að hefja störf, lögmenn sem stefna á sjálfstæðan rekstur, eða vilja nýta sem best möguleika sína til að vaxa í starfi. 

Síðast en ekki síst eykur mentorprógrammið tengslamyndun innan stéttar.    

Við leitum einnig til reynslumikilla lögmanna, sem hafa starfað í yfir tíu ár og eru tilbúin að miðla af þekkingu sinni sem mentorar. 

Áformað er að verkefnið hefjist í apríl 2024 og muni standa fram að áramótum. Gert er ráð fyrir því að aðilar hittist í 3-4 skipti á þeim tíma. 

Mentorprógrammið er samvinnuverkefni LMFÍ við Lögfræðingafélag Íslands en  Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri mun að halda kynningu fyrir mentora og þátttakendur um reynslu hans að slíkum verkefnum frá veru hans hjá Goldman Sachs í Bandaríkjunum. 

Umsóknarfrestur til 1. apríl.   

  • Umsækjendur um þátttöku í mentorprógrammi fylli út hér 
  • Umsækjendur um þátttöku sem mentorar fylli út hér 

 Nánari upplýsingar gefur Eyrún Ingadóttir á skrifstofu LMFÍ.