Jólaskötusnafsmót LMFÍ í innanhússknattspyrnu - hætt við vegna skorts á liðum

Vegna skorts á áhuga á fótbolta innan LMFÍ hefur Jólaskötusnafsmóti LMFÍ í innanhússknattspyrnu verður slaufað árið 2024. Lið LOGOS hefur verið dæmt sigurvegari mótsins að þessu sinni. 

---

Jólaskötusnafsmót LMFÍ í innanhússknattspyrnu verður haldið föstudaginn 20. desember 2024 í íþróttahúsi Víkings við Safamýri  

Mótið hefst kl. 12.00 og verður dagskrá send út þegar lið hafa skráð sig. Dómarar verða frá KSÍ.  

Skráningarfrestur er til kl. 10.00 mánudaginn 16. desember.  

Tilgreina þarf nafn á liði, liðsstjóra, liðsmenn og annað sem máli skiptir. Skilyrði er að meirihluti leikkvenna/karla, fimm í það minnsta, séu félagsmenn í LMFÍ. Aðrir þurfa að hafa lokið lögfræðiprófi.  

Athugið að átta lið að hámarki geta tekið þátt í mótinu og því er um að gera að skrá sig sem fyrst. Kostnaði vegna salarleigu, dómgæslu, verðlaunagripa og viðurgjörnings er skipt niður og fer því eftir fjölda liða. Áætlaður kostnaður er kr. 35.000 á hvert lið.