Aðgreining vægs heilaáverka, áfallastreitu og annars konar vanda í kjölfar slysa eða árása: Er þetta alltaf mögulegt? - 7. nóvember 2024

Erfitt getur verið að aðgreina einkenni vægs heilaáverka frá öðrum heilsufarsvanda. Taugasálfræðingar eru stundum fengnir til að aðstoða við slíkt mat ásamt öðrum. 

Á námskeiðinu verður fjallað um einkennaskörun vægs heilaáverka, krónískra verkja og áfallastreitu sem hafa lík einkenni sem oft er erfitt að sundurgreina. Mikilvægt er fyrir lögmenn að þekkja greiningarvandann sem getur komið upp þegar metnar eru afleiðingar slysa og árása. 

  • Kennari: María K. Jónsdóttir, Ph.D., prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði (LSH - Landakot). María hefur ýmiskonar reynslu af heilaáverkum, bæði úr klínísku starfi, dóms-og matsmálum og rannsóknum. 
  • Staður: Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. 
  • Tími: Alls 2 klst. Fimmtudagur 7. nóvember 2024, kl. 11.00-13.00. 
  • Verð:  kr. 18.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 24.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 30.000,- fyrir aðra.   

Skráning 

gata, póstnr. og staður
Veldu það sem við á





Afbókun og persónuupplýsingar

Afbókun á námskeið þarf að berast í síðasta lagi daginn áður. Upplýsingar um þátttakendur verða einungis notaðar til að auðvelda þjónustu við þá. Með skráningu samþykki ég skilmála félagsdeildar LMFÍ um afskráningu á námskeið og vinnslu persónuupplýsinga

 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.