Námskeið

Munnlegur málflutningur - 23. janúar 2025

Farið verður yfir hvað einkennir góðan málflutning í dómsal sem og skipulag og uppsetningu góðrar málflutningsræðu. Hvað einkennir slæma ræðumennsku og hvaða atriði í málflutningi telja dómarar skipta mestu máli? Þá verður einnig farið yfir framkomu gagnvart vitnum og dómurum. 

Nánari upplýsingar og skráning

Ársreikningar og verðmat fyrirtækja – 30. janúar 2025

Farið verður yfir ársreikninga fyrirtækja og viðeigandi aðferðafræði við að greina þá.  Fjallað verður um hvaða lykilstærðir rétt er að horfa til í greiningu ársreikninga, þ.m.t. kennitölugreiningu, og lögð áhersla á þau atriði sem mestu máli skipta í núverandi rekstrarumhverfi.  Þá verður velt upp hvaða atriði skipta máli við mat á greiðsluhæfi fyrirtækja og rekstrarhæfi þeirra. Farið verður yfir einfalt verðmat fyrirtækja og hvaða atriði skipta þar mestu máli og tekin raunveruleg íslensk dæmi til að gefa enn dýpri innsýn og skilning á viðfangsefninu.   

Námskeiðið hefur verið haldið árlega síðan 2022 við frábærar undirtektir þátttakenda:  

Nánari upplýsingar og skráning

Upplýsingaskylda vegna innherjaupplýsinga – 4. febrúar 2025

Fjallað verður um upplýsingaskyldu skráðra útgefenda vegna innherjaupplýsinga samkvæmt Markaðssvikareglugerð ESB (MAR) sem var innleidd í íslenskan rétt árið 2021.  

Farið er m.a. yfir tímamark upplýsingaskyldunnar, möguleika til að fresta birtingu upplýsinganna og fyrirhugaðar breytingar á MAR varðandi tímamark upplýsingaskyldunnar. Umræddar breytingar voru samþykktar í október 2024 og eru hluti af svokölluðum skráningarpakka ESB (Listing Package Act) sem er ætlað að fá fleiri fyrirtæki til að skrá sig á markað á Evrópska efnahagssvæðinu. Leitast verður við að hafa umfjöllunina praktíska fyrir lögmenn og aðra sem starfa á fjármálamarkaði. Farið er yfir helstu atriði í löggjöfinni og vikið að ýmsum fordæmum sem fjalla um upplýsingaskylduna.  

Að loknu námskeiði verður sótt um að það teljist til endurmenntunar fyrir prófnefnd verðbréfaviðskipta.

Nánari upplýsingar og skráning

Ný álitaefni um grenndarrétt og samspil hans við 72. gr. stjórnarskrárinnar - 11. febrúar 2025

Í íslenskum rétti gilda á sviði einkaréttarins ólögfestur reglur, svokallaðar grenndarreglur, sem setja eignarráðum fasteignareiganda skorður af tilliti til nálægra fasteigna og þeirra sem þar dvelja. Í því sambandi er áhugavert að Hæstiréttur staðfesti nýlega að nábýlishagsmunir njóti verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þýðing grenndarreglna hefur vaxið verulega, ekki síst með tilkomu aukins þéttbýlis. Þá reynir iðulega á nábýlisréttarleg álitaefni í sambýli í fjöleignarhúsum. Enn fremur er þýðing grenndarréttarins í stöðugri þróun og sér þess m.a. stað í umræðum um vindorkunýtingu og byggingu vindorkuvera.  

Á þessu námskeiði verður fjallað um þær takmarkanir á eignarráðum fasteigna sem felast í reglum íslensks réttar um grennd. Fjallað verður um tengsl þeirra við reglur opinbers réttar, t.d. í tilviki leyfisveitinga. Þá verður fjallað sérstaklega um samspil nábýlisréttar og reglna á sviði skipulagsréttar, en mál af þeim toga rata reglulega í fjölmiðla. Loks verður vikið að þeim úrræðum sem standa aðilum til boða þegar nágrannar hafa brotið gegn grenndarreglum og samspili úrræðanna við reglur opinbers réttar. 

Nánari upplýsingar og skráning

Fagleg ábyrgð fasteignasala - 13. febrúar 2025

Fjallað verður um störf og starfshætti fasteignasala við milligöngu um kaup og sölu fasteigna, sbr. lög nr. 70/2015. Sérstaklega verða skoðaðar starfsskyldur fasteignasala á grundvelli II. kafla laganna og þau úrræði sem unnt er að leita ef spurningar vakna um hvort brotið hafi verið gegn þeim faglegu skyldum sem á fasteignasölum hvíla. Litið verður til nýlegra fordæma á sviði stjórnsýsluréttar og nýlegra dóma á þessu sviði. 

Nánari upplýsingar og skráning

Fagleg ábyrgð hönnuða og byggingastjóra - 18. febrúar 2025

Farið verður yfir ábyrgð hönnuða, byggingarstjóra og iðnaðarmanna vegna mistaka við hönnun og byggingu húsa. Einnig verður farið  yfir helstu lagareglur og grundvallardóma sem tengjast viðfangsefninu. 

Nánari upplýsingar og skráning

Grunnnámskeið í notkun gervigreindar - 25. febrúar 2025

Á þessu grunnnámskeiði verður farið yfir hvernig lögfræðingar geta nýtt sér gervigreindina í störfum sínum. Hver eru tækifærin og hverjar eru takmarkanirnar? Hvað er ChatGPT og hver er munurinn á ChatGPT og öðrum lausnum? Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér tölvur. Námskeiðið verður haldið þrisvar sinnum, þar af einu sinni í fjarfundi, en takmarkaður fjöldi kemst á hvert þeirra.

Nánari upplýsingar og skráning

Grunnnámskeið í notkun gervigreindar - 26. febrúar 2025 - fjarnámskeið

Á þessu grunnnámskeiði verður farið yfir hvernig lögfræðingar geta nýtt sér gervigreindina í störfum sínum. Hver eru tækifærin og hverjar eru takmarkanirnar? Hvað er ChatGPT og hver er munurinn á ChatGPT og öðrum lausnum? Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér tölvur. Námskeiðið verður haldið þrisvar sinnum, þar af einu sinni í fjarfundi, en takmarkaður fjöldi kemst á hvert þeirra. Þetta námskeið, miðvikudaginn 26. febrúar, verður haldið í fjarfundi. 

Nánari upplýsingar og skráning

Grunnnámskeið í notkun gervigreindar 27. febrúar 2025

Á þessu grunnnámskeiði verður farið yfir hvernig lögfræðingar geta nýtt sér gervigreindina í störfum sínum. Hver eru tækifærin og hverjar eru takmarkanirnar? Hvað er ChatGPT og hver er munurinn á ChatGPT og öðrum lausnum? Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér tölvur. Námskeiðið verður haldið þrisvar sinnum, þar af einu sinni í fjarfundi, en takmarkaður fjöldi kemst á hvert þeirra.

Nánari upplýsingar og skráning

Orlof - 6. mars 2025

Fjallað verður um heimildir orlofslaga til ákvörðunar orlofs, samspil orlofs og starfsloka annars vegar og orlofs og veikinda hins vegar ásamt fleirum álitaefnum sem tengjast orlofi. 

Nánari upplýsingar og skráning
 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.