Skiptastjórn þrotabúa - 14. og 16. janúar 2025
Farið verður yfir feril skipta þrotabúa frá skipun til skiptaloka. Lögð verður áhersla á starf og meginskyldur skiptastjóra og þau praktísku álitaefni sem koma upp við skipti þrotabúa, s.s. fyrstu aðgerðir skiptastjóra, meðferð og ráðstöfun veðsettra og óveðsettra eigna, skuldajöfnuð og aðkomu kröfuhafa að málefnum þrotabús. Þá verður fjallað um meðferð krafna og ágreiningsmála, riftun ráðstafana, úthlutun og lok gjaldþrotaskipta.