Námskeið

Skipulagslög og lög um mannvirki - 24. september 2024

Farið yfir helstu reglur skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um mannvirki nr. 160/2010, málsmeðferð skipulagsáætlana, dóma og úrskurði.  

Nánari upplýsingar og skráning

Námskeið fyrir matsmenn 1. og 2. október 2024

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu ... 

Nánari upplýsingar og skráning

Hagnýt fjármál fyrirtækja – fjarnámskeið 24. og 29. október 2024

Farið verður yfir grunnhugtök i fjármálafræði og fjármögnunarkosti fyrirtækja, þ.e. hvaða tækifæri fyrirtæki hafa til að afla sér fjármagns til skemmri og lengri tíma. Sérstaklega verður vikið að því hvernig hægt er að koma að verðmati á hlutabréfum og hvernig við getum reiknað út núvirði á skuldabréfum. Þá verður farið yfir aðferðafræði sem beitt er við verðmat á fyrirtækjum sem og hvernig ávöxtunarkrafa er reiknuð út. Enn fremur verður rætt um lántöku fyrirtækja og hvort og þá hvaða skuldsetning fyrirtækja er ákjósanleg.    

Námskeiðið hentar mjög vel fyrir lögmenn sem vilja hafa grundvallarskilning á fjármálum fyrirtækja, lögfræðinga sem starfa innan fyrirtækja og fjármálageirans eða hafa áhuga á að taka að sér stjórnarsetu, stofna og/eða reka fyrirtæki.   

Þetta fjarnámskeið var síðast haldið haustið 2022 við mikla ánægju meðal þátttakenda:

  1. „Frábært námskeið – góð upprifjun þar sem ég hef setið próf í verðbréfaviðskiptum“.  
  2. „Elmar mjög góður og skemmtilegur kennari.“   
  3. “Var virkilega ánægð með þetta, mjög gagnlegt.” 
  4. “Mun án efa nýtast mér heilmikið.” 
Nánari upplýsingar og skráning

Samfélagsmiðlar og stafræn sönnunargögn - 5. nóvember 2024

Fjallað verður um helstu tegundir samfélagsmiðla á Íslandi og virkni þeirra. Þá verður rætt um innri reglur og viðmið miðlanna sem og um samspil þeirra við íslenska löggjöf í samhengi við öflun sönnunargagna í sakamálum.  

Nánari upplýsingar og skráning

Aðgreining vægs heilaáverka, áfallastreitu og annars konar vanda í kjölfar slysa eða árása: Er þetta alltaf mögulegt? - 7. nóvember 2024

Erfitt getur verið að aðgreina einkenni vægs heilaáverka frá öðrum heilsufarsvanda. Taugasálfræðingar eru stundum fengnir til að aðstoða við slíkt mat ásamt öðrum. 

Á námskeiðinu verður fjallað um einkennaskörun vægs heilaáverka, krónískra verkja og áfallastreitu sem hafa lík einkenni sem oft er erfitt að sundurgreina. Mikilvægt er fyrir lögmenn að þekkja greiningarvandann sem getur komið upp þegar metnar eru afleiðingar slysa og árása. 

Nánari upplýsingar og skráning

Skiptastjórn þrotabúa - 3. og 5. desember 2024

Farið verður yfir feril skipta þrotabúa frá skipun til skiptaloka. Lögð verður áhersla á starf og meginskyldur skiptastjóra og þau praktísku álitaefni sem koma upp við skipti þrotabúa, s.s. fyrstu aðgerðir skiptastjóra, meðferð og ráðstöfun veðsettra og óveðsettra eigna, skuldajöfnuð og aðkomu kröfuhafa að málefnum þrotabús. Þá verður fjallað um meðferð krafna og ágreiningsmála, riftun ráðstafana, úthlutun og lok gjaldþrotaskipta.  

Nánari upplýsingar og skráning
 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.