Námskeið

Höfundaréttur 21. nóvember 2024

Fjallað verður um helstu reglur og skilyrði fyrir stofnun höfundaréttar og hvernig hann horfir við gagnvart einstökum tegundum verka. Þá verður rætt um þau fjárhagslegu réttindi sem felast í höfundarétti og nefndir nokkrir áhugaverðir dómar sem hafa fallið um efnið. Námskeiðið er fyrsti hluti sérstakrar námskeiðslínu um höfundarétt.  

Nánari upplýsingar og skráning

Afnotaform að fasteignum með áherslu á lóðarleigusamninga  – 28. nóvember 2024

Samningar um afnot fasteigna eru af ýmsu tagi, svo sem  grunnleigusamningar, þ.m.t. lóðarleigusamningar og erfðafestusamningar; ábúðarsamningar og samningar um lóðir undir frístundahús. Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í dóma- og ...

Nánari upplýsingar og skráning

Samfélagsmiðlar og stafræn sönnunargögn - ath ný tímasetning 3. des 2024

Fjallað verður um helstu tegundir samfélagsmiðla á Íslandi og virkni þeirra. Þá verður rætt um innri reglur og viðmið miðlanna sem og um samspil þeirra við íslenska löggjöf í samhengi við öflun sönnunargagna í sakamálum.  

Nánari upplýsingar og skráning

LinkedIn og gagnsemi þess fyrir lögmenn – 9. janúar 2025

Farið verður yfir samfélagsmiðla og hvað Linkedin hefur framyfir aðra miðla. Þá verður fjallað um praktísk atriði er varða prófíl notenda og gefin góð ráð við efnissköpun.  

Nánari upplýsingar og skráning

Skiptastjórn þrotabúa - 14. og 16. janúar 2025

Farið verður yfir feril skipta þrotabúa frá skipun til skiptaloka. Lögð verður áhersla á starf og meginskyldur skiptastjóra og þau praktísku álitaefni sem koma upp við skipti þrotabúa, s.s. fyrstu aðgerðir skiptastjóra, meðferð og ráðstöfun veðsettra og óveðsettra eigna, skuldajöfnuð og aðkomu kröfuhafa að málefnum þrotabús. Þá verður fjallað um meðferð krafna og ágreiningsmála, riftun ráðstafana, úthlutun og lok gjaldþrotaskipta.  

Nánari upplýsingar og skráning

Munnlegur málflutningur - 23. janúar 2025

Farið verður yfir hvað einkennir góðan málflutning í dómsal sem og skipulag og uppsetningu góðrar málflutningsræðu. Hvað einkennir slæma ræðumennsku og hvaða atriði í málflutningi telja dómarar skipta mestu máli? Þá verður einnig farið yfir framkomu gagnvart vitnum og dómurum. 

Nánari upplýsingar og skráning

Upplýsingaskylda vegna innherjaupplýsinga – 4. febrúar 2025

Fjallað verður um upplýsingaskyldu skráðra útgefenda vegna innherjaupplýsinga samkvæmt Markaðssvikareglugerð ESB (MAR) sem var innleidd í íslenskan rétt árið 2021.  

Farið er m.a. yfir tímamark upplýsingaskyldunnar, möguleika til að fresta birtingu upplýsinganna og fyrirhugaðar breytingar á MAR varðandi tímamark upplýsingaskyldunnar. Umræddar breytingar voru samþykktar í október 2024 og eru hluti af svokölluðum skráningarpakka ESB (Listing Package Act) sem er ætlað að fá fleiri fyrirtæki til að skrá sig á markað á Evrópska efnahagssvæðinu. Leitast verður við að hafa umfjöllunina praktíska fyrir lögmenn og aðra sem starfa á fjármálamarkaði. Farið er yfir helstu atriði í löggjöfinni og vikið að ýmsum fordæmum sem fjalla um upplýsingaskylduna.  

Að loknu námskeiði verður sótt um að það teljist til endurmenntunar fyrir prófnefnd verðbréfaviðskipta.

Nánari upplýsingar og skráning

Fagleg ábyrgð fasteignasala - 13. febrúar 2025

Fjallað verður um störf og starfshætti fasteignasala við milligöngu um kaup og sölu fasteigna, sbr. lög nr. 70/2015. Sérstaklega verða skoðaðar starfsskyldur fasteignasala á grundvelli II. kafla laganna og þau úrræði sem unnt er að leita ef spurningar vakna um hvort brotið hafi verið gegn þeim faglegu skyldum sem á fasteignasölum hvíla. Litið verður til nýlegra fordæma á sviði stjórnsýsluréttar og nýlegra dóma á þessu sviði. 

Nánari upplýsingar og skráning
 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.