Námskeið

Grunnnámskeið í notkun gervigreindar - 25. febrúar 2025

Á þessu grunnnámskeiði verður farið yfir hvernig lögfræðingar geta nýtt sér gervigreindina í störfum sínum. Hver eru tækifærin og hverjar eru takmarkanirnar? Hvað er ChatGPT og hver er munurinn á ChatGPT og öðrum lausnum? Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér tölvur. Námskeiðið verður haldið þrisvar sinnum, þar af einu sinni í fjarfundi, en takmarkaður fjöldi kemst á hvert þeirra.

Nánari upplýsingar og skráning

Grunnnámskeið í notkun gervigreindar 26. febrúar 2025

Á þessu grunnnámskeiði verður farið yfir hvernig lögfræðingar geta nýtt sér gervigreindina í störfum sínum. Hver eru tækifærin og hverjar eru takmarkanirnar? Hvað er ChatGPT og hver er munurinn á ChatGPT og öðrum lausnum? Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér tölvur. Námskeiðið verður haldið þrisvar sinnum, þar af einu sinni í fjarfundi, en takmarkaður fjöldi kemst á hvert þeirra.

Nánari upplýsingar og skráning

Grunnnámskeið í notkun gervigreindar - 27. febrúar 2025 - fjarnámskeið

Á þessu grunnnámskeiði verður farið yfir hvernig lögfræðingar geta nýtt sér gervigreindina í störfum sínum. Hver eru tækifærin og hverjar eru takmarkanirnar? Hvað er ChatGPT og hver er munurinn á ChatGPT og öðrum lausnum? Þátttakendur eru beðnir um að taka með sér tölvur. Námskeiðið verður haldið þrisvar sinnum, þar af einu sinni í fjarfundi, en takmarkaður fjöldi kemst á hvert þeirra. Þetta námskeið, fimmtudaginn 27. febrúar, verður haldið í fjarfundi. 

Nánari upplýsingar og skráning

Orlof - 6. mars 2025

Fjallað verður um heimildir orlofslaga til ákvörðunar orlofs, samspil orlofs og starfsloka annars vegar og orlofs og veikinda hins vegar ásamt fleirum álitaefnum sem tengjast orlofi. 

Nánari upplýsingar og skráning

LinkedIn og gagnsemi þess fyrir lögmenn – ath ný dagsetning 7. mars 2025

Farið verður yfir samfélagsmiðla og hvað Linkedin hefur framyfir aðra miðla. Þá verður fjallað um praktísk atriði er varða prófíl notenda og gefin góð ráð við efnissköpun.  

Nánari upplýsingar og skráning

Skipti dánarbúa - 11. og 18. mars 2025

Fjallað verður um skipti dánarbúa og þann mun sem er á einka- og opinberum skiptum. Farið verður yfir upphafsaðgerðir skipta, framkvæmd og frágang, lögerfðir og erfðaskrár. Þá verður farið yfir hvaða formreglur erfðaskrár þurfa að uppfylla, arfleiðsluhæfi, hverju má ráðstafa, kvaðabindingu og breytingu og afturköllun erfðaskrár.  Hvenær er erfðaskrá ógild og hvenær er unnt að véfengja hana?  Einnig verður farið yfir skattlagningu dánarbúa og nýlega dóma.  

Nánari upplýsingar og skráning

Störf réttargæslumanns brotaþola - 13. mars 2025

Fjallað verður um störf réttargæslumanns brotaþola í sakamálum, á rannsóknarstigi og fyrir dómstólum. Sérstök áhersla verður lögð á þær breytingar sem urðu á réttarstöðu réttargæslumanns brotaþola við gildistöku laga nr. 61/2022, sem bættu stöðu brotaþola og réttargæslumanns hans umtalsvert við meðferð sakamála samanborið við það sem verið hafði. Vægi réttargæslumanns brotaþola við meðferð sakamála hefur að sama skapi orðið meira og heimildir hans rýmri en áður var. Gerð verður grein fyrir þessum breytingum og áhersla lögð á raunhæf álitaefni. Þá verður einnig fjallað um réttarframkvæmd dómstóla varðandi tilnefningu eða skipun réttargæslumanns brotaþola, sem vafist hefur fyrir mörgum.   

 

Nánari upplýsingar og skráning

Hlutverk og skyldur verjanda - 20. mars 2025

Fjallað verður um hlutverk og skyldur verjanda sakbornings við rannsókn lögreglu og meðferð sakamáls fyrir dómi.  Sérstök áhersla verður lögð á samskipti verjanda við sakborninga, rannsakendur, dómstóla, vitni og eftir atvikum aðra, þ.m.t. fjölmiðla og jafnvel almenning. Þá verður því jafnframt velt upp hvort hlutverk verjanda sé annað í dag en áður var, meðal annars með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á samfélaginu á liðnum áratugum, svo sem með tilkomu samfélagsmiðla og auðveldari upplýsingamiðlun. Þá verður einnig fjallað um atriði sem helst valda ágreiningi á milli rannsakenda og verjenda á meðan á rannsókn sakamála stendur, þ.m.t. aðgang að gögnum máls. Fjallað verður um úrræði sem verjendur geta gripið til við slíkar aðstæður og um meðferð slíkra mála fyrir dómstólum. 

 

Nánari upplýsingar og skráning

Höfundaréttur í hnotskurn - 25. mars 2025

Námskeiðið er annað í röðinni í námskeiðslínu um höfundarétt. Að þessu sinni verður fjallað um sæmdarrétt og takmarkanir á höfundarétti vegna tjáningarfrelsis og upplýsingafrelsis.  

 

Nánari upplýsingar og skráning

Grunnnámskeið í notkun gervigreindar – 1. apríl 2025 (fjarfundur)

Við höfum bætt við fjórða námskeiðinu um notkun gervigreindar 1. apríl 2025!  

Á þessu grunnnámskeiði verður farið yfir hvernig lögfræðingar geta nýtt sér gervigreindina í störfum sínum. Hver eru tækifærin og hverjar eru takmarkanirnar? Hvað er ChatGPT og hver er munurinn á ChatGPT og öðrum lausnum? 

Nánari upplýsingar og skráning
 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.