Námskeið

Takmarkanir á meðferð innherjaupplýsinga - 27. janúar 2026

Á námskeiðinu verður fjallað um takmarkanir á meðferð innherjaupplýsinga samkvæmt Markaðssvikareglugerð ESB (MAR) sem var innleidd í íslenskan rétt árið 2021. Farið verður yfir bann við innherjasvikum, ólögmæta miðlun innherjaupplýsinga og ráðleggingar á grundvelli innherjaupplýsinga. Leitast verður við að hafa umfjöllunina praktíska fyrir lögmenn og aðra sem starfa á fjármálamarkaði.  

Nánari upplýsingar og skráning

Samrunaeftirlit – 19. febrúar 2026

Fjallað verður um samruna með áherslu á eftirlit Samkeppniseftirlitsins og hlutverk ráðgjafa og innanhúslögfræðinga í slíku ferli. Gerð verður grein fyrir málsmeðferðinni, þeim viðmiðum sem Samkeppniseftirlitið notar við mat á samrunum, skaðakenningum, sjónarmiðum um hagræðingu og fyrirtæki á fallandi fæti, sáttamöguleikum (e. remedies) og þeim skyldum sem hvíla á samrunaaðilum fram að samþykki/ógildingu Samkeppniseftirlitsins.

Nánari upplýsingar og skráning

Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks – aðlögun málsmeðferðar - 10. mars - fjarnámskeið

Hinn 12. nóvember 2025 lögfesti Alþingi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Samningurinn er þriðji alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem lögfestur er hér á landi á eftir mannréttindasáttmála Evrópu og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Ákvæði SRFF fela í sér skulbindingar ríkisins sem einkum miða að því markmiði að tryggja að fatlað fólk njóti mannréttinda til jafns við aðra. Skv. 13. gr. samningsins skal íslenska ríkið tryggja fötluðu fólki árangursríkan aðgang að réttinum til jafns við aðra, meðal annar með aðlögun málsmeðferðar. Á námskeiðinu verður fjallað um hvers eðlis SRFF er og hvaða þýðingu 13. gr. samningsins getur haft í störfum lögmanna.

Nánari upplýsingar og skráning

Námskeið fyrir matsmenn - póstlisti

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Skráning á póstlista.

Nánari upplýsingar og skráning
 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.