Helstu atriði í verðmati fyrirtækja - 22. október 2025
Tilgangur námskeiðsins er að aðilar skilji helstu aðferðir til að leggja mat á virði fyrirtækja. Þar sem námskeiðið er stutt verður áhersla lögð á skilning á sjóðsstreymisverðmati umfram kennslu á framkvæmd verðmats.
Kynntar verða helstu aðferðir við verðmat á fyrirtækjum s.s. margfaldara og núvirðingu sjóðstreymis. Rætt verður um tilgang verðmata og helstu óvissuþætti þeirra. Eftir fyrirlesturinn ættu þátttakendur að hafa heyrt flest verðmatshugtök sem upp koma í viðræðum um kaup og sölu á fyrirtækjum og hafa grunn til að byggja á ef þeir vilja kynna sér viðfangsefnið frekar. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunnþekkingu á helstu liðum rekstrar- og efnahagsreikninga en ekki er ætlast til að þeir hafi tekið kúrs í bókhaldi eða fjármálum.
- Kennari Valur Fannar Þórsson, Ráðgjöf Arion banka / M.Sc. fjármál fyrirtækja, B.Sc. verkfræði.
- Staður Kennslustaður auglýstur síðar
- Tími Alls 3 klst. Miðvikudagur 22. október kl. 13.00-16.00.
- Verð Kr. 27.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 36.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 45.000,- fyrir aðra.
Skráning hér: