Námskeið

Námskeið fyrir matsmenn – 12. og 13. nóvember 2025

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu matsgerða, undirbúning matsfunda, uppsetningu matsgerða og störf á vettvangi. Í lok síðari námskeiðsdags verður haldið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem héraðsdómari mun upplýsa nánar um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana og svara spurningum. 

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa verið matsmenn eða vilja gefa kost á sér sem matsmenn fyrir dómi á sínu sérsviði, s.s. iðnaðarmönnum, tækni- og verkfræðingum, heilbrigðisstarfsfólki, lögfræðingum,  sálfræðingum, viðskiptafræðingum og endurskoðendum.  

Með námskeiðinu fylgja ítarlegar leiðbeiningar fyrir dómkvadda matsmenn sem jafnframt hafa að geyma áhugaverða dóma sem snúa að störfum matsmanna.  Einnig er hægt er að sækja námskeiðið í fjarfundi.

Nánari upplýsingar og skráning

Aðgreining vægs heilaáverka, áfallastreitu og annars konar vanda í kjölfar slysa eða árása: Er þetta alltaf mögulegt? - 20. nóvember 2025

Erfitt getur verið að aðgreina einkenni vægs heilaáverka frá öðrum heilsufarsvanda. Taugasálfræðingar eru stundum fengnir til að aðstoða við slíkt mat ásamt öðrum. 

Á námskeiðinu verður fjallað um einkennaskörun vægs heilaáverka, krónískra verkja og áfallastreitu sem hafa lík einkenni sem oft er erfitt að sundurgreina. Mikilvægt er fyrir lögmenn að þekkja greiningarvandann sem getur komið upp þegar metnar eru afleiðingar slysa og árása. 

Nánari upplýsingar og skráning

Eignarnám frá A til Ö – 2. og 4. desember 2025

Það er kunnara en frá þurfi að segja að eignarrétturinn er meðal þýðingarmestu réttinda sem varin eru af stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þó svo að eignarnám sé ekki nefnt á nafn í stjórnarskránni er ekki um það ágreiningur að með 2. og 3. málslið 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár er eignaskerðingum af þeim toga settar skorður og á þeim grundvelli er öll réttarframkvæmd um eignarnám reist. 

Á námskeiðinu verður farið yfir eignarnámsframkvæmd í þrengri merkingu eða þegar maður eða lögaðili er sviptur eignarréttindum sínum á grundvelli sérstakrar lagaheimildar þar að lútandi í þágu almannahagsmuna og gegn greiðslu bóta. Fjallað verður ítarlega um ferlið allt frá fyrsta undirbúningi þeirrar framkvæmdar, sem eignarnámið kann síðar að helgast af, til og með umráðatöku eignarnuminnar eignar í lok ferilsins. Verða þá þrír þættir í forgrunni. Í fyrsta lagi eignarnámsákvörðunin sjálf. Í öðru lagi aðdragandi og umgjörð eignarnáms frá hugmynd til veruleika og í þriðja lagi verður fjallað um fjárhæð eignarnámsbóta og ákvörðun þeirra. 

Leitast verður við að greina efnið með praktískum hætti, bæði frá sjónarhóli eignarnema og eignarnámsþola, þannig að það geti nýst lögmönnum í störfum þeirra.  

Nánari upplýsingar og skráning
 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.