Afnotaform að fasteignum með áherslu á lóðarleigusamninga – 28. nóvember 2024
Samningar um afnot fasteigna eru af ýmsu tagi, svo sem grunnleigusamningar, þ.m.t. lóðarleigusamningar og erfðafestusamningar; ábúðarsamningar og samningar um lóðir undir frístundahús. Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í dóma- og lagaframkvæmd, sem og opinberri umræðu, vegna slíkra samninga. Nægir þar að nefna nýlega umræðu um lóðarleigusamninga, gildistíma þeirra og hvað gerist að loknum leigutíma. Úr dómaframkvæmd síðastliðinna missera og ára má sérstaklega minna á Hreyfilsmálið (Hrd. 47/2023), Vatnsendamálið (Hrd. 45/2022) og Kleifamálið (8/2019). Allt hverfist þetta um mismunandi form að afnotasamningum, en afar misjafnar reglur gilda um slíka samninga eftir því hvers eðlis og efnis þeir eru.
Á þessu námskeiði verður rýnt í lagaumhverfið með sérstaka áherslu á lóðarleigusamninga og þá einkum sveitarfélaga. Leitast verður við að svara m.a. eftirfarandi spurningum: Hverjar eru tegundir afnotasamninga og hvað ræður flokkun þeirra? Hvaða lagareglur, ef einhverjar, stjórna samningssambandi aðila á samningstímanum, og hvað gerist að honum loknum? Er samræmi í lóðarleigusamningum sveitarfélaga að þessu leyti og hvað myndi vinnast með því að samræma leikreglurnar með lagasetningu?
- Kennarar Karl Axelsson hæstaréttardómari og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Víðir Smári Petersen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
- Staður Fundarsalur í Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg.
- Tími Alls 3 klst. fimmtudagur 28. nóvember 2024 kl. 13.00-16.00
- Verð Kr. 27.000,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 36.000,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 45.000,- fyrir aðra.
Skráning: