Ársreikningar og verðmat fyrirtækja – 30. janúar 2025

Farið verður yfir ársreikninga fyrirtækja og viðeigandi aðferðafræði við að greina þá.  Fjallað verður um hvaða lykilstærðir rétt er að horfa til í greiningu ársreikninga, þ.m.t. kennitölugreiningu, og lögð áhersla á þau atriði sem mestu máli skipta í núverandi rekstrarumhverfi.  Þá verður velt upp hvaða atriði skipta máli við mat á greiðsluhæfi fyrirtækja og rekstrarhæfi þeirra. Farið verður yfir einfalt verðmat fyrirtækja og hvaða atriði skipta þar mestu máli og tekin raunveruleg íslensk dæmi til að gefa enn dýpri innsýn og skilning á viðfangsefninu.   

Námskeiðið hefur verið haldið árlega síðan 2022 við frábærar undirtektir þátttakenda:  

  1. Hef dýpri og betri skilning núna, bæði hvernig á að lesa og vera gagnrýnin á ársreikninga.  
  2. Skil betur verðmöt en áður.  
  3. Eitt það besta við námskeiðið er hversu hagnýtt það var.  
  4. Ég mun nýta mér þessa þekkingu töluvert, bæði í starfi og almennt.  
  5. Takk fyrir  mjög gagnlegt námskeið. Virkilega vel sett upp og margt sem getur gagnast. 

 Prófnefnd verðbréfaviðskipta hefur metið námskeiðið til tveggja klst. fyrir þátttakendur sem eru með verðbréfaréttindi.    

  • Kennari  Elmar Hallgríms Hallgrímsson framkvæmdastjóri hjá Ösp líftryggingarfélagi, lögfræðingur og Ms. í fjármálum fyrirtækja.   
  • Staður    Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. 
  • Tími         Alls 4 klst. Fimmtudagurinn 30. janúar 2025, kl. 13.00-17.00. 
  • Verð       Kr. 33.600,- fyrir félaga í félagsdeild LMFÍ, kr. 44.800,- fyrir félaga í LMFÍ og LÍ en kr. 56.000,- fyrir aðra.   

Skráning:

gata, póstnr. og staður







 

Vefkökur

Við notum vefkökur til að bæta vefinn.